Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ og fulltrúi bæjarins í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisinsfalla sagði í færslu í opnum umræðuhóp um Borgarlínu á Facebook að:
„hættan með tilkomu Borgarlínu“ sé „að glæpir eiga auðveldara með að dreifast út í úthverfin, mengunin, hávaðinn og annar óáran.“
Þetta var sagt í samhengi við frétt af vef Vísis um ítrekuð slagsmál og hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur.
Bæjarfulltrúinn sagði í færslu sinni að einhæft rekstarfyrirkomulag sé í miðborginni, „þétting byggðar“ og „flótti úr flóru verslunar“ hefði „gert fjölbreytni mannlífs og öryggi á svæðinu að engu“.
„Sú stefna sem rekin er í Reykjavíkurborg er að gera höfuðborg Íslands að allt öðru en Íslendingar vilja, þ.e. friðsama og frjósama borg í sátt við fólk, viðskiptaaðila, menningu og umhverfi. Það að flytja inn óeirðamenningu að utan, sóðaskap og þéttleika er hreinlega ekki að falla vel að Reykjavík. Innviðir eru hættir að ráða við þetta fyrirkomulag,“ skrifaði bæjarfulltrúinn.
Í færslu sinni vísar bæjarfulltrúinn einnig til Reykjavíkur sem höfuðborgar „sem ræður ekki við glæpi og vill kerfi sem dreifir þeim betur um höfuðborgarsvæðið“.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri slær á létta strengi og segir:
„Nokkuð gott. Fulltrúi Miðflokksins telur Borgarlínu það skilvirkan fararmáta að bankaræningjar framtíðar muni nýta hana á flótta.“
Nokkuð gott. Fulltrúi Miðflokksins telur Borgarlínu það skilvirkan fararmáta að bankaræningjar framtíðar muni nýta hana á flótta. https://t.co/qPJphLaPSS
— [email protected] (@Dagurb) April 5, 2022