Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Daníel átti varla til orð á Aktu Taktu: „Er þetta ekki brandari?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Daníel nokkur, viðskiptavinur Aktu Taktu, var ekki par hrifinn af þjónustunni á skyndibitastaðnum þegar hann leit þar við í vikunni. Að hans sögn gekk honum afar erfiðlega að fá matinn sinn afgreiddan og engar sárabætur fengust þrátt fyrir hina löngu bið.
Raunar fékk Daníel samt á endanum bætur og greinir hann frá þeim í færslu inni í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Þar segir hann:
„Maður fór með frúnni á Aktu Taktu í gær. Eftir að hafa fengið vitlausa pöntun og pöntunin svo gleymst þá barst máltíðin 35 mínútum síðar þegar búið var að loka staðnum. Þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Sorry about this it’s my mistake but I gave you extra ketchup because of this.“ Takk,“ segir Daníel kaldhæðinn. 
Ekki stendur á viðbrögðunum við færslunni og eru flestir þeir sem þar tjá sig undrandi yfir þjónustunni. Aron skilur til að mynda bara ekkert í þessu. „Er þetta ekki brandari?“ spyr hann. Gísli telur að við þessu hefði mátt búast. „Hver fer á aktu taktu fyrir góða upplifun?“ spyr Gísli. 

Atli hefur gefist upp. „Ég er löngu hættur að versla við þetta fyrirtæki sem betur fer,“ segir Atli ákveðinn. Og Pétur virðist hafa upplifað svipaða hluti á skyndibitastaðnum. „Ég fór þangað um daginn. Töluðu ekki íslensku, áttu ekki kók tvær heimsóknir í röð, sjúklega löng bið, mældu gegn því að fá pylsu því það tæki svo langan tíma, gat ekki fengið kokteisósu í stað hamborgara sósu og kunnu ekki að gefa mér kvittunm,“ fullyrðir Pétur.

Sigurlaugur kemur fyrirtækinu hins vegar til varnar. „Ég hef alltaf fengið framúrskarandi þjónustu á Aktu Taktu þegar ég er í borginni,“ segir Sigurlaugur.

Aktu Taktu bregst við

Mannlíf leitaði viðbragða frá eiganda Aktu Taktu en það er fyrirtækið Gleðipinnar. Markaðsstjóri fyrirtækisins, Jóhannes Ásbjörnsson segir að fyrirtækinu þyki leiðinlegt að heyra af mistökunum og bjóða viðkomandi nýja máltíð:

„Vissulega þykir okkur leitt þegar við heyrum af mistökum sem þessum og við munum að sjálfsögðu hafa samband við þennan aðila sem átti í hlut. Hvað viðbrögð starfsmannsins varðar þá eru þau vissulega ekki hefðbundin, en lýsa kannski ágætis viðleitni hjá okkar fólki ef maður leyfir sér að vera jákvæður. Tómatsósa er frábær og ágætt að hafa nóg af henni með frönskunum, en við munum bjóða þessum aðila nýja máltíð hjá okkur á Aktu Taktu og vonumst til að sjá hann á staðnum sem allra fyrst.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -