Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Dauð rotta, nefbrot og fjársvik – Nóg að gera hjá lögreglunni í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt og annað gekk á í nótt samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Úr Háaleitinu barst nokkuð sérstök tilkynning en um var að ræða dauða rottu í garði. Lögreglan leiðbeindi tilkynnanda um viðeigandi ráðstöfun.

Talsvert var um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna víða í borginni í nótt en sé dæmi tekið var ökumaður í neðra Breiðholti handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna en reyndist hann við nánari eftirgrennslan vera sviptur ökuréttindum. Var hann látinn laus eftir blóðsýnatöku.

Tvær líkamsáráris voru tilkynntar í miðborg Reykjavíkur í nótt en í annarri þeirra taldi tilkynnandi sig nefbrotinn eftir atlöguna. Þá barst einnig tilkynning vegna líkamsárásar og hótana í Háaleitinu.

Þá var óskað eftir aðstöð lögreglu vegna farþega sem neitaði að greiða leigubílstjóra fyrir farið í Breiðholtið. Var maðurinn kærður fyrir fjársvik.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -