Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

„Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson voru einhverjir helstu óþurftarmenn Íslandssögunnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, lætur Davíð Oddsson og einnig Bjarna Benediktsson heyra það í stöðufærslu á Facebook. Hann segir að Davíð, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi verið mesti óþurftarmaður Íslandssögunar meðan Bjarni, núverandi formaður, virðist hafa þagað yfir skuldavanda Íbúðalánasjóðs þó hann hafi verið þekktur í áratug.

Eiríkur skrifar: „Það kemur sífellt betur fram að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson voru einhverjir helstu óþurftarmenn Íslandssögunnar. Ekki nóg með að þeir seldu vinum sínum bankana fyrir slikk, heldur ollu ákvarðanir þeirra hundraða milljarða skuldavanda hjá Íbúðalánasjóði. Nú megum við velja um hvort skattgreiðendur – unga fólkið – borga brúsann, eða við eftirlaunafólkið.“

Hann veltir því svo fyrir sér hvað veldur því að Bjarni opinberar vanda Íbúðalánasjóðs, sem þó hafi verið þekktur nær alla hans ráðherratíð. „En af hverju haldið þið að Bjarni komi núna fram með mál sem liggur einhver ósköpin á að leysa fyrir áramót þótt vandinn hafi verið þekktur í áratug – þennan sama áratug og Bjarni hefur verið fjármálaráðherra nær samfleytt og hefur því vitað vel af þessu allan tímann? Er hugsanlegt að hann þurfi að dreifa athygli fólks af því að skýrslan um sölu Íslandsbanka er að koma fram?“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -