Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á föstudaginn síðasta, 92 ára að aldri. Davíð var sonur hjónanna Magnúsar Scheving Thorsteinsson (1893-1974) og Lauru Scheving Thorsteinsson, f. Havstein (1903-1955).
Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1949 og prófi frá HÍ ári seinna. Vakti hann mikla athygli í atvinnulífinu og gegndi í gegnum árin fjölda ábyrgarstarfa, bæði í atvinnulífinu og fyrir hið opinbera.
Davíð fékk frelsisverðlaun SUS árið 2009 og sagðist hann allan starfsferil inn hafa farið ótroðnar slóðir í íslensku viðskiptalífi. Davíð var sæmdur fálkaorðunni árið 1982.
Fyrri kona Davíðs var Soffía Mathiesen, húsmóðir og kennari, og eignuðust þau börnin Lauru (1954), Hrund (1957) og Jón (1963).
Seinni kona Davíðs er Stefanía Svala Borg, húsmóðir og læknaritari. Börn Davíðs og Stefaníu eru Magnús (1968), Guðrún (1971) og Stefanía (1986).
Morgunblaðið greindi frá. Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 25. apríl nk. kl. 13.