Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Davíð Þór segir að flóttamenn megi ekki flytja inn „ómenningu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hristi upp í mörgum nýverið þegar hann á Facebook-síðu sinni skaut hörðum skotum að ríkistjórninni vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda og notaði meðal annars orðið „helvíti“ í þeim pælingum. Hann fékk í kjölfarið tiltalsbréf frá biskupi sem hann líkir við gula spjaldið. Í viðtali við Mannlífið með Reyni Traustasyni ræðir hann meðal annars um þessar pælingar sínar, tiltalsbréfið og flóttamenn. Þá ræðir hann einnig um Radíusbræður og húmor og svo er það dauðinn.

Davíð Þór segir að hann hafi orðið vinstrisinnaðri við það að starfa sem prestur. „Ég verð alltaf róttækari og róttækari og rauðari og rauðari í pólitík eftir því sem ég er prestur lengur og sé betur og kynnist betur fólkinu sem okkar kapítalíska hagkerfi er að skilja út undan.“

En hverju vill hann helst breyta?

„Ég vil sjá okkur taka vel á móti fólki á flótta og sjá okkur setja stórfé í að hjálpa því að aðlagast. Það er fjárfesting í borgurum, nýjum og nýtum borgurum, vegna þess að okkur vantar mannskap. Það hefur komið í ljós að það tekur tvö ár fyrir meðalhælisleitandann að borga sig upp. Það er að segja hann er búinn að borga til baka það sem var sett í að hjálpa honum til að koma sér fyrir og aðlaga sig. Á tveimur árum er hann búinn að borga það til baka í tekjusköttum og neyslusköttum. Ef hann á bíl sem eyðir miklu bensíni þá ábyggilega miklu fyrr. Það þarf ekki einu sinni sérstaklega þolinmótt fjármagn til að líta á það sem góða fjárfestingu að taka á móti fólki og hjálpa því að koma sér hérna fyrir,“segir Davíð Þór.

Þrátt fyrir þetta þá segir hann nauðsynlegt að gæta þess að fólk flytji ekki inn „ómenningu“. Davíð segir: „Auðvitað þýðir það ekki að við eigum hér að opna dyr okkar fyrir hverjum sem er; ég meina, fólk þarf að laga sig að grundvallarreglum samfélagsins. Ég er ekki að segja að taka upp íslenska menningu. En það eru ákveðnir hlutir sem ég vil kalla ómenningu sem tíðkast í sumum löndum eins og lýsir sér í kvennakúgun og náttúrlega óréttlætanlegri afstöðu til hinsegin og kynsegin fólks og svo framvegis.“ Davíð Þór segir að það þurfi þá að segja að ákveðnir hlutir séu ekki í boði hér í samfélagi okkar.“

Viðtalið við Davíð Þór má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -