- Auglýsing -
Mikil umræða hefur verið um skyndilegt bann matvælaráðherra á hvalveiðum. Margir eru ánægðir með ákvörðun ráðherra að setja bann á hvalveiðar út veiðitímabilið en aðrir segja þetta mikinn tekjumissi. Fyrirtækið Hvalur hf. hyggst kanna rétt sinn og jafnvel hefja skaðabótamál en fyrsta veiðiferð tímabilsins átti að hefjast degi eftir að bannið var sett á.
Davíð Þorlákson, fyrrum formaður ungra sjálfstæðismanna og framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna lýsti skoðunum sínum á Twitter þar sem hann segir hvalveiðar „fara yfir strikið“.
„Ég er bæði hlynntur atvinnufrelsi og dýravernd. Stundum er erfitt að finna jafnvægi. Það er augljóst að þau sem stunda hvalveiðar hafa farið yfir strikið. Þetta er áhugamál og sumarstarf sem á að banna, ekki atvinnugrein sem þarf að vernda, þótt fyrirvarinn hefði mátt vera lengri.“