Á spjallsíðunni Reddit var fyrir nokkrum dögum búinn til spjallþráður þar sem Íslendingar voru hvattir til að deila áhugaverðum sögum um samskipti sín við fræga Íslendinga. Ótrúlega margar sögur hafa borist og greina þær ýmist frá jákvæðum eða neikvæðum samskiptum. Meðal þess fólks sem koma fyrir í sögunum má nefna Steinda Jr, Björn Jörund, Jakob Frímann, Björk, Agnesi biskup og Sögu Garðarsdóttur ásamt mörgum öðrum.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa nokkrar góðar sögur.
Sú saga sem hefur fengið mesta athygli er frá polarbear_daddy og fjallar hún um KK.
„Mig hefur lengi langað til að segja þessa sögu um Kristján Kristjánsson (KK), tónlistarmann.
Ég var að kenna karate og litli bróðir minn var að fara í gráðun sem 14 ára gamall únglingur. Hann hafði sagt við mig rétt fyrir að honum líði ekki vel, eins og magi hans væri að umturnast, en ég hlustaði ekki á hann og sagði honum bara að þrauka þetta af sér. Svo í miðri gráðun þá sé ég að það er eð að, munnurinn fyllist, og hann bendir á próf dómarann og gefur til kynna að það sé eð að og hann verði að komast út. Hann hleypur að dyrunum, snýr sér við og hneygir sig skv hefðum, og fer út. Á leiðinni inní búningsklefanum byrjar hann að æla grænt karrí, og það er heil græn á sem liggur alla leiðina inn. Ég stend yfir honum inn á klóset, hann klárar, þurrka æluna af andlitinu á honum og hann heimtar að hlaupa tilbaka inn í sal, sem gerir. Ég fer fram með rúllu af klósettpappír til að fara þurrka. En þegar ég kem fram, er rauðhærður maður á hnjánum, í sínum karate galla, með fullt af eldhús pappírum að þurrka upp æluna frá litla bróðir mínum. Ég fer niður á hnén og byrja þurrka líka og þakka honum fyrir og segji þetta sé algjör óþarfi en hann tók það ekki I mál að hætta.
Sá maður, KK. Legend.“
Notandinn Surteyingur deilir fallegri sögu af Hugleiki
„Vinur minn var með heilaæxli og leið miklar kvalir á spítalanum og þar sem ég var á sjó langaði mig að gleðja hann og ákvað að kaupa svona grófa orginal einlínumynd sem Hugleikur Dagsson er þekktur fyrir og var að selja. Ég geri tilboð á einhverri síðu í myndina og fæ hana. Síðan sendi Hugleikur mér að ég hafi fengið myndina og hvert ég ætti að sækja hana. Þegar ég sagði honum að ég væri á sjó og kæmist ekki en hafi keypt hana handa vini mínum sem væri á Landsspítalanum þá bjóst hann til að fara með hana sjálfur. (Hugleikur vissi ekkert hvort vinur minn væri handleggsbotinn eða í kirtlatöku). Það sem vinur minn var ekkert smá ánægður þegar Hugleikur kíkti til hans með myndina og spjallaði við hann í dágóðan tíma. Því miður lést vinur minn áður en ég komst aftur í land en Hugleikur hefur alltaf átt stað í hjarta mínu fyrir það að búa til þessa skemmtilegu stund fyrir vin minn síðustu dagana sem hann átti upplifaða.“
Kokkurinn RadishImmediate1798 segir sögu af Bubba Morthens og hamborgurum
„Ég var að loka eldhúsi á veitingastað er Bubbi Morthens kemur allt í einu inn í eldhúsið og biður mig fallega hvort eg gæti græjað fjóra hamborga, fyrir hann og fjölskylduna. Hann sagðist vera að flytja og gæti þvi ekki komið eins oft og hann langaði hingað að borða. Ég reddaði þessu minnsta mál. Bubbi eyddi svo dágóðri stund með mer í eldhúsinu er eg eldaði hamborgarana og spurði mig um allt a milli himins og jarðar. Sýndi mér tattooin sín og ég hans mín. Góð og skemmtileg stund.“
„Björk er alveg æði, þarft ekki einu sinni að þekkja andlitið á henni til að vita að þetta er hún, það er bara orkan sem stafar af henni. Var alveg svona 70% viss um að þetta væri hún þangað til ég þurfti að biðja um nafn til að taka frá vöru og hún hikaði ekki við að gefa mér fullt nafn bara svona til öryggis. Engir stælar eða neitt og hún tók ógeðslega vel í allar tillögur og þegar ég sagði henni að við ættum ekki vöruna sem hún vildi. 10/10 stóðst allar væntingar,“ sagði freysg.
Hann sagði einnig:
„Samstarfsmenn elska Pálma úr Spaugstofunni og Jón Gnarr líka einn skemmtilegasti viðskiptavinur sem ég hef afgreitt. Mjög slakur og maður fékk svona á tilfinninguna að hann ber virðingu fyrir fólkinu sem afgreiðir hann, sem er ekki sjálfsagt jafnvel þegar fólkið er ekki frægt.“
Þá eru þónokkuð margar sögur af Steinda Jr. en hann virðist heilt yfir vera mest dáður af því fræga fólki sem nefnt er til sögunnar.
Hægt er að lesa allar sögurnar hér.