Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Díana segir Íslendinga á Tenerife geta núna átt von á þessu – Eyjan líklega færð á hæsta hættustig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Díana Björnsdóttir, sem er iðin við að flytja fréttir af Covid-málum á Kanaríeyjum, bendir íslenskum ferðalöngum á Tenerife og Gran Canaria eyjunni á að nú megi þeir allir búast við því að vera krafnir um að sýna Covid-skírteini á veitingastöðum. Hið sama eigi við um alla þá Íslendinga sem búsettir eru á eyjunum.

Inn á hópnum Heilsan á Kanarí er fjallað um allt sem tengist heilsu á eyjunni og þar með talið Covid-19. Þar kemur fram að Kanaríeyjar séu nú þegar það samfélag sem er með hæsta algengi omicron og hefur staðan verið hrikaleg á Tenerife yfir hátíðirnar.

Sjá einnig: 

Hrikaleg staða á Tenerife fyrir jólin: „Þetta er án efa erfiðasti dagurinn sem ég hef upplifað“

Þegar aðeins vika var til jóla ákváðu sóttvarnaryfirvöld á kanaríeyjunum Gran Canaria og Tenerife að herða sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19. Hættustigið var færst upp í næsthæsta þrep og er búist við því að farið verði upp í hæsta hættustig í lok vikunnar. Yfir hátíðirnar eru þúsundir Íslendinga á eyjunum til að njóta jólasólar.

Díana vekur athygli Íslendinga á því að nú geti allir verið krafnir um Covid-skírteini til þess að komast inn á veitingarstað og það hafi verið lögfest á Spáni. Að hennar sögn getur slíkt skírteini verið ýmist bólusetningavottorð, vottorð um mótefni gegn Covid-19 eða nýlegt próf sem sýna neikvæða niðurstöðu við kórónuveirunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -