Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Diddi gleymdi að hann bjargaði lífi manns sem lenti í sjónum: „Það var arfabrjálað veður þarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans er Sigurður Friðriksson, betur þekktur sem Diddi Frissa, var til sjós í að verða hálfa öld. Hann gaf nýverið út bókina Lífssaga Didda Frissa – Kröftugur til sjós og lands þar sem farið er yfir lífshlaup hans.

Í viðtalinu rifjar Diddi upp atvik þar sem hann bjargaði félaga sínum úr sjó. Sagðist hann hafa verið búinn að gleyma því. „Ég mundi eftir því þegar mér var sagt frá því,“ sagði Diddi við Reyni og glotti. „Það var á Bergvíkinni. Hann heitir Rafn Arnar Guðjónsson [sá sem fór í sjóinn – innskot blaðamanns.]. Og við vorum á humarveiðum austur á Bugt. Og við vorum að taka trollið inn í vitlausu veðri, ég man að það voru engin bátar á sjó þarna. Við vorum eitthvað þarna austur í Skeiðarárdýpi og drógum þarna út og hífðum þá allt upp undir landi. Ég held að það hafi verið 60 faðmar sem við máttum fara upp á. En það var arfabrjálað veður þarna. Og hann bara missti belginn út og ætlaði að halda í hann og hann flaug bara með. Og ég einhvern veginn náði í hakann og kippti í hann. Bara hakaði hann upp. Ef ég hefði ekki náð honum þarna þá er ég ekki viss að við hefðum náð honum.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið í hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -