Sigurður Sigurðsson, eða Diddi í Svanhól eins og hann var gjarnan kallaður, er látinn 78 ára að aldri. Lést hann í faðmi fjölskyldunnar þann 17. nóvember á Dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.
Sigurður var rennismíðameistari í Vestmannaeyjum en foreldrar hans voru þau Sigurður Gísli Bjarnason, skipstjóri og útgerðarmaður og Þórdís Guðjónsdóttir húsfreyja. Sigurður lærði rennismíð í Magna og í Iðnskólanum en hann lauk sveinsprófi 1966 og fékk meistarabréf 1968.
Sigurður giftist Margréti Sigurðardóttur hárgreiðslumeistara árið 1967 og eignuðust tvö börn.
Útför Sigurðar fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 30. nóvember, klukkan 13:00.
Mannlíf sendir vinum og ættingjum Didda í Svanhól innilegar samúðarkveðjur.