Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Diddi keypti 80 hesta á fylleríi: „Það var agalegt þegar ég vaknaði eftir það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans er Sigurður Friðriksson, betur þekktur sem Diddi Frissa, var til sjós í að verða hálfa öld. Hann gaf nýverið út bókina Lífssaga Didda Frissa – Kröftugur til sjós og lands þar sem farið er yfir lífshlaup hans.

Diddi rifjaði upp vandræði sem hann kom sér í þegar hann drakk en hann sagðist hafa ánetjast áfenginu snemma. Í byrjun segist Diddi hafa verið ansi hraustur í drykkjunni og getað enst lengi en þegar hann varð eldri var hann farinn að sofna hér og þar og í raun farinn að gera verða sér til skammar. „Það var ýmislegt sem ég sá eftir og þótt leiðinlegt, svona þegar ég var drukkinn,“ sagði Diddi við Reyni og lækkaði róminn. „Aðallega það að ég var alltaf að kaupa mér einhverja helvítis vitleysu. Þetta var alveg skelfilegt,“ sagði Diddi og brosti. Og hélt svo áfram. „Og það var alltaf það fyrsta þegar maður vaknaði: „Hvernig í ósköpunum kem ég mér út úr þessari helvítis vitleysu?“. Einu sinni keypti ég 80 hesta á fylleríi norður í landi! Og það var agalegt þegar ég vaknaði eftir það,“ sagði Diddi og hló. „Þegar þeir byrjuðu og hringja og athuga hvenær ég ætlaði að ná í hestana.“

Reynir spurði Didda hvernig hann hafi komið sér undan kaupunum. Sagði hann að sá sem seldi honum hestana hafi bara látið þetta niður falla. „Ég losaði mig út úr því þegar ég frétti það að það væri jafn dýrt að flytja þá suður og þeir kostuðu.“

Reynir spurði þá hvað hann hefði getað gert með 80 hesta. „Ég hefði ekki getað gert neitt með þá. Ég er nú svolítið mikið fyrir hrossakjöt, ég segi það ekki en ég veit ekki hvað ég hefði getað gert.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið í hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -