Gefið hefur verið út hvaða fimm Íslendingar skipuðu dómnefndina sem útdeildi stigum í Eurovision-keppninni sem fór fram um helgina. Þar voru á ferðinni fimm einstaklingar sem allir hafa haft fingur í tónlistarbransanum en þar voru á ferðinni Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður, Marínó Geir Lilliendahl trymbill, Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður, Diljá Pétursdóttir, tónlistarkona og Þórunn Erna Clausen tónlistarkona.
Ákváðu þau að gefa Frakklandi 12 stig, Króatíu 10 stig og Bretlandi 8 stig.
Hægt er að sjá öll stigin hér fyrir neðan:
12 stig: Frakkland
10 stig: Króatía
8 stig: Bretland
7 stig: Írland
6 stig: Sviss
5 stig: Armenía
4 stig: Portúgal
3 stig: Úkraína
2 stig: Þýskaland
1 stig: Svíþjóð