Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sigríður segir Davíð hafa misskilið sjálfan sig: „Ósammála? Nei við erum sammála“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvað bendir til þess að hvalveiðar hafi slæm áhrif á þjóðarbúið?,“ spyr Sigríður Andersen, Sjálfstæðiskona og fyrrverandi ráðherra, á Twitter. Þar karpar hún við annan Sjálfstæðismann, Davíð Þorláksson, um hvort hvalveiðar skaði ímynd Íslands, líkt og margir halda fram. Sigríður segir það mýtu og vísar til fjölgun ferðamanna síðustu ár.

Upphafið að þessu var tíst Davíðs fyrr í dag en þar velti hann fyrir sér lausn við hvalveiðivandanum. „Hvalveiðar hafa slæm áhrif á þjóðarbúið. Það eru hins vegar ekki nógu sterk rök til að banna þær. Ein lausn gæti verið að hafa hvalveiðikvóta framseljanlegan án takmarkana. Verndunarsinnar gætu keypt hann án þess að nýta hann. North Atlantic Salmon Fund væri góð fyrirmynd,“ skrifar Davíð.

Hann svarar svo spurningu Sigríðar um skaðsemi hvalveiða. „Frásagnir fjölmargra í ferðaþjónustu og útflutningi og upplýsingar um takmarkaða eftirspurn erlendis eftir hvalkjöti og arðsemi í greininni. En eflaust full ástæða til að gera rannsókn á þessu.“

Þetta kaupir Sigríður ekki. „Frásagnir!  Staðan er þessi. Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári, svo mikið að sumum finnst nóg um. Fiskafurðir Íslendinga seljast upp, alltaf. Á sama tíma hafa farið fram hvalveiðar. Og ætli ekki megi finna atvgreinar með minni arðsemi.“

Davíð leggur ekki í að þræta um þetta. „Jæja, við erum ósammála um það. En aðalpunkturinn var að gera hvalveiðikvóta framseljanlegan og svara umræðu um vernd með því að benda þeim á að kaupa hann. Er eitthvað því til fyrirstöðu?“

Viðbragð Sigríðar er nokkuð sérstakt, hún segir Davíð bara víst sammála henni. Hann sé mögulega bara ringlaður.  „Ósammála? Nei við erum sammála um að ekkert bendi til þess að hvalveiðar skaði þjóðarbúið. Bara órökstuddur orðrómur – enda leggur þú ekki til bann við þeim. Jú framseljanlegir kvótar eru vel til þess fallnir að vernda dýr/náttúruauðlindir í hættu.“

- Auglýsing -

Mælskubragð Sigríðar er bæði frumlegt og nokkuð djarft. Davíð lætur þó ekki plata sig svo auðveldlega og svarar að lokum:

„Við erum ekki sammála um það, eins og kemur skýrt fram í máli mínu hér að ofan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -