Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Djúp þreyta og mikið álag á leikskólum – Óheppin að vera „Janssen hópur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barn á yngri deild í leik­skól­an­um Hjalla í Hafnar­f­irði, sem rek­inn er af Hjalla­stefn­unni, greind­ist með Covid-19 og þarf því stór hóp­ur barna á leik­skól­an­um að sæta sótt­kví ásamt for­ráðamönn­um sín­um og mörg­um starfs­mönn­um leik­skól­ans.

„Ég er að vinna úr þess­ari nýju reglu­gerð og við erum svo óhepp­in að vera Jans­sen-hóp­ur, þannig að við föll­um ekki und­ir þá skil­grein­ingu í bili. Þetta verður ein­hver hóp­ur sem er kom­inn í sótt­kví núna,“ seg­ir Íris Helga Gígju Bald­urs­dót­ir, skóla­stýra í Hjalla, seg­ir í sam­tali við mbl.is.

Í dag var greint frá breytt­um regl­um um sótt­kví fyr­ir fólk sem er þríbólu­sett eða hef­ur verið bólu­sett tvisvar og smit­ast af kór­ónu­veirunni. Því fell­ur sá hóp­ur sem hlaut ból­efni frá Jans­sen ekki und­ir breyt­ing­arn­ar, þar sem sá hóp­ur hef­ur ein­ung­is fengið tvo skammta af bólu­efni.

Djúp þreyta og mikið álag

Hún seg­ir að djúp þreyta sé kom­in í alla vegna mik­ils álags sem hef­ur verið á leik­skól­ana í kjöl­far smita en að á sama tíma sé starfs­fólk þakk­látt að geta boðið börn­um rútínu og griðarstað.

„Þetta geng­ur allt vegna þess að við erum nátt­úru­lega bara með al­veg dá­sam­leg­an for­eldra­hóp og fal­legt sam­fé­lag, þannig að við höf­um bara unnið þetta rosa­lega vel sam­an.

Það er rosa­lega góður skiln­ing­ur og þol­in­mæði, þetta er nátt­úru­lega búið að vera gríðarlegt álag á alla en þetta er bara eitt­hvað sem að eng­inn er að gera sér að leik og við vit­um að við get­um öll lent í, þannig að við vinn­um þetta bara öll fal­lega sam­an.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -