Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi litli eins og hann er yfirleitt kallaður er að jafna sig eftir bráðaaðgerð og segist ekki mæta til vinnu á næstunni.
Doddi litli er með vinsælustu útvarpsmönnum þjóðarinnar en hann hefur um árabil starfað á Rás 2 við gríðarlegar vinsældir. En hann hefur ekki heyrst í útvarpinu í nokkrar vikur en ástæðan er sannarlega skiljanleg. Í gær skrifaði Doddi færslu á Facebook þar sem hann skýrir fjarveru sína. Um Verslunarmannahelgina þurfti hann nefnilega að gangast undir stærðarinnar skurðaðgerð.
„Á ekkert að mæta í vinnu aftur?
Um verslunarmannahelgina var gerð stór skurðaðgerð á mér vegna bráðrar ósæðarflysjunar við hjarta . Þetta er sjúkdómur þar sem 50% sjúklinga deyja áður en þau komast í aðgerð og 20% þeirra lifa aðgerðina ekki af.“
Segir Doddi vera einn af þeim heppnu.