Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Domino’s hækkar verð enn og aftur – Kennir MS og eigin starfsfólki um

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sagan endalausa heldur en áfram en búið að er hækka verið á þriðjudagstilboði Domino’s um 200 krónur og kostar því pítsan 1.500 krónur. Um er ræða þriðju hækkunina á tilboðinu síðan í október 2021 en hefur það hækkað um helming síðan þá.

Í viðtali við Vísir óskar Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s, eftir upplýsingum um betra tilboði hjá öðrum fyrirtækjum og er nokkuð brattur í svörum. Kennir hann með MS um verðhækkun Domino’s en að sögn Magnúsar hækkaði ostur frá fyrirtækinu 1. desember og vegur það þungt fyrir stórfyrirtækið. Þá kennir Magnús einnig hækkun á launum starfsfólk um þessa verðhækkun.

Fleiri hækkanir

Ekki er þó aðeins þriðjudagstilboðið að hækka heldur hækka önnur tilboð líka. Þá heldur Magnús því fram að þriðjudagstilboðið hafi í raun aldrei verið ódýrara ef horft er framhjá fastri krónutölu en að sögn forstjórans ætti það að kosta 1.800 krónur sé litið til verðlagsþróunar.

Ekki hefur verið ákveðið hvort frekari breytingar verði gerðar á verðlagi Domino’s en líklegt verður að teljast að verðhækkun á Megavikupítsu, sem hefur verið vinsæl í gegnum árin hjá fyrirtækinu, komi ljós fyrr en síðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -