Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Dominos sendi hótandi lögfræðinga á Fiskikónginn: „Ég varð alveg brjálaður!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Berg Ásgeirsson, sem rekur Fiskikónginn, vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar þrír jakkafataklæddir lögmenn Dominos á Íslandi mættu til hans í fiskbúðina með hótanir. Þetta var þegar Kristján var að koma sér fyrir með fiskbúð sína á Höfðabakka þar sem upp komu fljótlega árekstrar milli hans og skyndibitakeðjunnar.

Fiskikóngurinn ræðir opnun fiskbúðar sinnar á höfðabakka árið 1994 við Morgunblaðið, sem hann síðar seldi en keypti svo aftur árið 2012, þá af Skúla Sigfússyni, kenndur við Subway á Íslandi. Hann eignaðist húsnæðið og stríðið við Dominos hófst.

„Ég lenti í því að viðskiptavinir mínir á Höfðabakka fengu ekki bílastæði þegar nágranni okkar Domino‘s, sem varáefri hæðinni, auglýsti megaviku. Fyrir vikið minnkaði salan í fiskinum og ég varð alveg brjálaður. Svo fór ég að hugsa málið. Það var alltaf brjálað að gera hjá Domino‘s í megaviku og ég fór að hugsa af hverju ég gerði ekki eitthvað svipað. Þannig að ég ákvað að sjá hvernig það myndi ganga að hafa mega-fiskiviku. Þannig að ég bjó til auglýsingar og keypti heilsíður í Fréttablaðinu og Mogganum og síðan á mánudagsmorgni var bilað að gera. Það var stærsti dagur fiskbúðarinnar frá upphafi,“ segir Kristján Fiskikóngur og heldur áfram:

„Nema hvað að korter yfir sex koma þrír jakkafataklæddir gaurar inn í fiskbúð til mín. Ég sagði: „Blessaðir strákar. Það er allt að verða búið en hvað get ég gert fyrir ykkur?“ Mennirnir sögðust vera lögfræðingar frá Domino‘s og spurðu hvort ég væri að auglýsa mega-fiskiviku. Ég sagði svo vera og þá sögðu þeir Domino‘s eiga orðið mega og að ég yrði því að hætta að auglýsa mega. Ég gerði þeim ljóst hvaða afleiðingar það hefði fyrir mig en ég hafði planað auglýsingar í útvarpi út vikuna. Náði fram smá hefndum Ég var aðeins pínulítill fiskikarl í 40 fermetra húsnæði uppi á Höfða að selja fisk og þegar lögfræðingarnir frá Domino‘s stóðu fyrir framan mig hugsaði ég með mér: „Hver fjárinn“ og úr varð að ég hringdi í félaga minn og spurði hvort hann gæti ekki bara klippt auglýsinguna til og sett píphljóð yfir orðið mega. Það væri ódýrara og ég þyrfti ekki að mæta í stúdíó og tala aftur inn á auglýsingar. Þeir gerðu það og ég hef ekki heyrt í Domino‘s síðan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -