Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Dómsmálaráðherra neitar að afhenda minnisblað – Segir það undanþegið upplýsingarétti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Austurfrétt var synjað af dómsmálaráðuneytinu, um afrit af minnisblaði frá Almannavörnum sem fjallar um jarðgagnakosti á Austufjörðum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðunum um jarðgangaframkvæmdir á svæðinu verði á grundvelli minnisblaðsins, breytt.

Lýsti Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þeirri skoðun sinni í gær í viðtölum við Stöð 2 og Mbl.is, að betra væri að gera svokölluð T-jarðgöng, fyrst frá Seyðisfirði til Norðfjarðar um Mjóafjörð og svo tenginu frá Mjóafirði upp í Hérað. Núgildandi jarðgangaáætlun snýr að hringtenginu með göngum fyrst undir Fjarðarheiði frá Héraði til Seyðisfjarðar og síðan áfram til Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Sagðist Jón byggja þá skoðun sína á öryggissjónarmiðum sem hann segir að starfshópur, sem hann skipaði sem samgönguráðherra, hafi ekki haft til hliðsjónar er hann skilað skýrslu um jarðgangakosti árið 2019. Vísaði hann til minnisblaðs Almannavarna sem hann lagði fram á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag.

„Við vorum bara að vekja athygli á því út frá síðustu atburðum á Austfjörðum hversu mikilvægt það er í framtíðarvegagerð á svæðinu að hafa í huga forgangsröðun í þágu öryggismála,“ sagði hann í samtali við Mbl.is.

Hann nefndi einnig fleiri möguleika í viðtali Stöðvar 2: „Fyrir byggðirnar er þetta líka miklu ríkari tenging í atvinnusvæðum og slíku. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að út frá svona heilbrigðissvæði, spítalinn er jú, héraðssjúkrahúsið er á Neskaupstað. Síðan er fólk að fara til vinnu í álverinu og laxeldi á milli fjarða. Þarna yrði komin bara í sjólínu tenging milli allra þessara svæða.“

Neitað um aðgang

- Auglýsing -

Fram kemur í frétt Austurfréttar að miðillinn hafi í gær óskað eftir minnisblaðinu frá Almannavörnum sem vísuðu málinu til dómsmálaráðuneytisins. Í ráðuneytinu bárust þau svör að minnisblöð sem lögð eru fyrir ríkisstjórnarfundi séu undanþegin upplýsingarétti. Þó beri stjórnvöldum að taka afstöðu um hvort veita eigi aðgang í meira mæli þegar beiðni um aðgang er synjað. Aðgangur sé ekki veitturi í þessu tilfelli.

Þá hefur Austurfrétt einnig óskað eftir upplýsingum um höfund minnisblaðsins, hver hafi beðið um það og hver útgangspunktur þess sé. Var þeim spurningum svarað þannig að ráðherra væri heimilt að tjá sig um efni minnisblaðsins líkt og hann hafi gert í viðtölum við fjölmiðla í gær.

Skýrsla starfshópsins

- Auglýsing -

Jón Gunnarsson, þá samgönguráðherra, skipaði starfshóp haustið 2017, til að bera saman framangreinda jarðgangakosti á Austurlandi. Tilkynnti hann það á þingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og lýsti hann því aukreitis yfir að það væri hans ósk að þessi framkvæmd yrði sú næsta á eftir Dýrafjarðargöngum, sem opnuð voru árið 2020. Rannsóknarspurning starfshópsins var hvaða framkvæmd væri heppilegust til að rjúfa vetrareinagnrun Seyðisfjarðar.

Sumarið 2019 skilað starfshópurinn niðurstöðum sínum en þá var Sigurður Ingi Jóhannsson tekinn við sem samgönguráðherra. Mætli hópurinn með hringtenginunni, sem sagt undir Fjarðarheiði og þaðan til Norðfjarðar. Lýsti Sigurður Ingi áhuga sínum á að ráðast í þau göng, fyrst undir Fjarðarheiði og síðan strax áfram til Norðfjarðar.

KPMG vann úttekt á samfélagslegum áhrifum á framkvæmdunum, fyrir hópinn en niðurstaða KPMG var sú að hringtengingin væri sú leið sem best kæmi út fyrir Seyðifjörð og Austurland í heild. Með þessari tengingu hefðu íbúar svæðisins val um tvær leiði sem drægi úr líkum á ófærð. Ræddi KPMG meðal annars við sveitarstjórnarfulltrúa úr Fjarðarbyggð, Seyðisfirði og á Fljótsdalshéraði.

Jón vísaði í viðtölunum í gær til þess ástands sem skapaðist í mars er björgunarlið var veðurteppt á Egilsstöðum eftir að hafa komið með flugi frá Reykjavík til aðstoðar vegna snjóflóðanna í Neskaupsstað. T-göngin eru gagnrýnd í úttekt KPMG, fyrir að veita ekki nægilega trygga tengingu við Hérað. Þá vann Veðurvaktin samantekt fyrir starfshópinn þar sem bent var á að illviðrasamt sé á Eyvindarárdal sem sem gagnamunni T-ganganna kæmi út Héraðsmeginn. Ekki sé þar snjóþungt en geti orðið afar hvasst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -