Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Dómssátt í máli Sr. Skírnis gegn kirkjunni og biskupi: „Biskup virðist hafa tekið geðþóttaákvörðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómssátt hefur verið undirrituð í máli Séra Skírnis Garðarssonar gegn Þjóðkirkjunni, biskupsstofu og Agnesi M Sigurðardóttur biskupi.

Um dómssáttina ríkir trúnaður og mun Séra Skírnir því ekki tjá sig um hana en hann er að sögn ánægður með málalyktir. Hann vill koma á framfæri hrósi til lögmanns síns, Sigurðar Kára Kristjánssonar, fyrir fagmennsku hans í vinnu við málið.

„Svo virðist sem málsaðilar, og þá sérstaklega lögmaður biskups, Gestur Jónsson, hafi undirritað dómssáttina til að forða Agnesi biskupi frá að verða dæmd í héraðsdómi, en sá kostur hefði verið alger hneisa fyrir hana,“ segir í tilkynningu frá Séra Skírni Garðarssyni.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Nokkuð ljóst er að sá gjörningur biskups að útiloka Sr. Skírni frá prestsþjónustu, vegna ummæla hans við blaðamann á Vísir.is, vegna máls sem Skírnir taldi eiga erindi til almennings, var algerlega út í hött og kallar niðurstaða málsins næsta augljóslega á að biskup íhugi stöðu sína sem æðsti yfirmaður kirkjunnar.

Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Biskup virðist hafa vanvirt tjáningarfrelsið, horft framhjá stjórnsýslulögum og tekið geðþóttaákvörðun. Slíkt er ekki í lagi.

- Auglýsing -

Ekki er vitað hver aðilanna (þjóðkirkjan, biskupsstofa eða Agnes sjálf) ber kostnaðinn að dómssáttinni, þá úrskurðaði dómari að stefndu (Agnes, biskupsstofa og kirkjan), skyldu bera málskostnaðinn, bæði stefndu og stefnanda. Ljóst er að þetta allt saman hefur kostað kirkjuna mikla peninga, sem betur hefðu verið notaðir í annað“.

Í samtali við Mannlíf ítrekar Séra Skírnir að hann sé ánægður með dómssáttina og muni ekki tjá sig um hana efnislega. „Hins vegar get ég sagt að símtölum linnir varla frá kollegum, sem velta vöngum yfir áframhaldandi setu Agnesar á biskupsstóli.“

„Það er mér óviðkomandi, því ég er kominn á eftirlaun, og mun ekkert blanda mér í þá umræðu, þó ég skilji margt áður en skellur í tönnum,“ segir Séra Skírnir við blaðamann Mannlífs.

- Auglýsing -

 

Mál bakvarðarins

Málið sem vísað er til að hafi valdið útilokun Séra Skírnis frá prestsþjónustu, á sér nokkurn aðdraganda. Þegar Séra Skírnir starfaði sem sóknarprestur í Lágafellskirkju var brotist inn í tölvupóst hans af fulltrúa Þjóðkirkjunnar. Í framhaldinu var hann sakaður um brot á trúnaði við sóknarbarn sem leitað hafði eftir aðstoð hjá honum. Sóknarbarnið átti síðar eftir að verða þekkt sem bakvörður á Bolungarvík á fyrstu stigum Covid-19 faraldursins.

Eftir þetta var Séra Skírnir hrakinn úr starfi sínu í Lágafellssókn og gerður að héraðspresti á Suðurlandi. Hann hefur meðal annars sakað Agnesi M. Sigurðardóttur biskup um einelti í þessu samhengi.

Fyrrnefndur bakvörður komst í fréttir í upphafi Covid-19 faraldursins. Konan var þá sökuð um að hafa farið til Bolungarvíkur sem bakvörður á fölskum forsendum. Séra Skírnir sá sjónvarpsfrétt þar sem hann sá konunni bregða fyrir í því starfi sem hún hafði tekið að sér. Hann sagði í framhaldinu frá þessu í viðtali við Vísi og var í framhaldinu rekinn úr starfi sínu sem prestur í annað sinn.

„Ég get þó sagt að ég undrast að biskup skuli ekki víkja úr starfi á meðan þessi málarekstur stendur. Það hefði verið heiðarlegast,“ sagði Séra Skírnir þegar málaferlin voru að fara af stað á sínum tíma árið 2021.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -