Pírataframbjóðandinn Dóra Björt Guðjónsdóttir segir frá því í nýrri Facebook-færslu að hún hafi hlotið þann heiður að ávarpa ráðstefnu ADHD-samtakanna nýlega og segir frá því í leiðinni að hún sjálf sé með ADHD.
„Ég hlaut þann heiður að ávarpa ráðstefnu ADHD-samtakanna nýverið sem fjallaði um ADHD og konur, og tók þátt í að veita Hljóðbókasafninu heiðursverðlaun samtakanna.
Dóra Björt segist hafa fengið að finna fyrir því í námi að vera með ADHD:
„Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman.“
Segist hún enn finna fyrir þessari „grímu“ en að áhrifin hafi minnkað:
Að lokum segist hún hafa unnið sig í gegnum hin neikvæðu áhrif með hjálp sálfræðinga og talar fyrir ódýrara aðgengi að sálfræðiþjónustu.