Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Dóra reyndi að fá Andrés til að þiggja 2. sætið: „Vinur minn er hugsjónamaður fram í fingurgóma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Dóra Björt Guðjónsdóttir reyndi að fá Andrés Inga Jónsson til að þiggja 2. sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður en hann „haggaðist ekki“.

Borgarfulltrúi Pírata og nú frambjóðandi flokksins til Alþingiskosninganna í nóvember, skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hún dásamaði Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata en hann ákvað á dögunum að færa sig neðar á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður og hleypa Dóru Björt í 2. sætið. Dóra segir Andrés Inga vera hugsjónamann „fram í fingurgóma“ og „feministi, umhverfissinni og alvöru leiðtogi“. Segist hún hafa reynt að fá hann til að taka 2. sætið en hann hafi ekki haggast. Hvetur Dóra síðan kjósendur til að koma Andrési Inga á þing: „Nú spýtum við í lófana því Andrés skal fara á þing!“.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Hann Andrés Ingi vinur minn er hugsjónamaður fram í fingurgóma. Femínisti, umhverfissinni og alvöru leiðtogi sem lætur verkin tala og setur hagsmuni heildarinnar í fyrsta sæti. Það skal segjast að ég reyndi að fá hann til að hætta við þetta, en hann haggaðist ekki. Ég hef því þegið 2. sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem ég bý. Nú spýtum við í lófana því Andrés skal fara á þing!

Takk kærlega fyrir stuðninginn öll sem studduð mig, hann var dýrmætur. Mér gekk bara sómasamlega, einungis núverandi þingmenn á undan mér og svo Lenya á toppnum sem er mögnuð og sterk. En nú er það barátta fyrir réttlátara og grænna Íslandi! Takk Andrés ♥️ Og áfram Píratar“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -