Borgarfulltrúi Pírata og nú frambjóðandi flokksins til Alþingiskosninganna í nóvember, skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hún dásamaði Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata en hann ákvað á dögunum að færa sig neðar á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður og hleypa Dóru Björt í 2. sætið. Dóra segir Andrés Inga vera hugsjónamann „fram í fingurgóma“ og „feministi, umhverfissinni og alvöru leiðtogi“. Segist hún hafa reynt að fá hann til að taka 2. sætið en hann hafi ekki haggast. Hvetur Dóra síðan kjósendur til að koma Andrési Inga á þing: „Nú spýtum við í lófana því Andrés skal fara á þing!“.
Hér má lesa færsluna í heild sinni:
„Hann Andrés Ingi vinur minn er hugsjónamaður fram í fingurgóma. Femínisti, umhverfissinni og alvöru leiðtogi sem lætur verkin tala og setur hagsmuni heildarinnar í fyrsta sæti. Það skal segjast að ég reyndi að fá hann til að hætta við þetta, en hann haggaðist ekki. Ég hef því þegið 2. sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem ég bý. Nú spýtum við í lófana því Andrés skal fara á þing!