Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Dóra, Þóra, Guðrún og Hrafnhildur tilnefndar sem kennari ársins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var alþjóðadagur kennara og voru tilnefningar til Íslensku menntaverðlauna kynntar í tilefni þess og skipast þær í fjóra mismunandi flokka. Kennari, Skólastarf eða menntaumbætur, Þróunarverkefni og Iðn- eða verkmenntun. Verðlaunin verða svo afhent á Bessastöðum þann 5. nóvember.

Fjórir kennarar voru tilnefndir sem kennari ársins en verðlaunin er veitt kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.

Dóra Guðrún Wild – kennari við leikskólann Hlaðhamra í Mosfellsbæ, fyrir faglega og metnaðarfulla leikskólakennslu, meðal annars útinám og fyrir að auðga líf barna í Mosfellsbæ með fjölbreyttu lista- og menningarstarfi.

Guðrún Sigurðardóttir – kennari við leikskólann Gimli í Reykjanesbæ fyrir einstaka fagmennsku og ástríðu í leikskólastarfi þar sem áhersla er lögð á jákvæð samskipti, styðjandi umhverfi, samkennd og traust.

Hrafnhildur Sigurðardóttir – kennari við Sjálandsskóla í Garðabæ fyrir þróun fjölbreyttrar og hugmyndaríkrar útikennslu, fjölbreyttar valgreinar og leiðsögn við kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt.

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir – kennari við Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir þróunarstarf við að innleiða námskrá í kynheilbrigðisfræðslu með áherslu á sjálfs- og líkamsímynd.

Þróunarverkefni

Menntun hugar og hjarta – nemandinn sem manneskja – Þróunarverkefni í Háteigsskóla þar sem markvisst unnið að því að efla sterka tilfinninga-, samskipta- og sjálfsþekkingargreind.

Snjallræði – þróunarverkefni í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ – Heildstæð nýsköpunarkennsla sem nær frá leikskólastigi til unglingastigs.

- Auglýsing -

Sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri – Kjörnámsbraut sem miðar að því aðveita nemendum innsýn í töfraheima sviðslistanna og hinar ýmsu hliðar og störf innan sviðslistaheimsins.

Iðn- og verkmenntun

Rafmennt – Fyrir þróun sveigjanlegs og einstaklingsmiðaðs náms í raf- og tæknigreinum.

- Auglýsing -

Verkmenntaskóli Austurlands – Fyrir að efna til samstarfs við grunnskólana í Fjarðabyggð um framboð á fjölbreyttum verklegum valgreinum.

Þröstur Jóhannesson kennari við Menntaskólann á Ísafirði – Fyrir þróun vandaðs verknáms með áherslu á nútímatækni og sjálfbærni.

Skólar og menntastofnanir

Árskóli á Sauðárkróki – Fyrir forystu um fjölbreytt og faglegt skólaþróunarstarf sem hefur verið öðrum skólum góð fyrirmynd.

Fellaskóli í Reykjavík – Fyrir fjölmenningarlega og skapandi kennsluhætti þar sem byggt er á virðingu fyrir félagslegum og menningarlegum margbreytileika.

Listasafn Íslands – Fyrir öflugt fræðslustarf og að gefa út Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, metnaðarfullt og framsækið námsefni í mynd- og menningarlæsi sem nýtist ólíkum nemendahópum á öllum skólastigum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -