Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Dorrit er vinkona forsetans en kallar Netanyahu lygara: „Hann kenn­ir öll­um um nema sjálf­um sér!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dorrit Moussaieff vandar forsætisráðherra Ísraels kveðjur sínar í færslu á Instagram. Fyrrum forsetafrúin er afar góð vinkona forseta Ísraels.

Í kjölfar fyrirspurnar Mannlífs til Dorritar Moussaieff, um afstöðu hennar gagnvart ráðamönnum í Ísrael, birti hún yfirlýsingu á Instagram-reikning sinn í gærkvöldi. Þar er hún ómyrk í máli gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. „Ég ákæri Netanyahu. Hann er ábyrg­ur fyr­ir gísl­un­um og stríðinu,“ segir hún í yfirlýsingunni og er þar að tala um gíslana sem Hamas tók í árásinni 7. október og stríðið sem fylgdi í kjölfarið, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafa farið offari að margra mati en Suður Afríka kærði ríkið til Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir þjóðarmorð.

Dorrit, sem sjálf er Ísraelsk segir Netanyahu segir að Ísraelar þurfi að hætta að trúa lygum hans. „Hann kenn­ir öll­um um nema sjálf­um sér! Ísra­el þarf að hætta að trúa lyg­um for­sæt­is­ráðherrans sem mun gera og segja hvað sem er til að halda áfram í embætti.“

Í skriflegu svari til Mannlífs varðandi kynni hennar af forseta Ísraels, Isaac Herzog en á dögunum birti hún ljósmynd af þeim tveimur saman. Sagði hún í svarinu að hún þekkti forsetan mjög vel og að foreldrar hennar hefðu þekkt foreldra hans. Hældi hún honum mjög og sagði hann góðan vin sinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -