Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands formælir Ísraelsstjórn í nýlegri færslu á Instagram. Segir hún forsætisráðherra landsins gera hvað sem er til að halda völdum.
Dorrit, sem sjálf er ísraelsk, birti ljósmynd frá mótmælum í Ísrael og skrifar harðorðan pistil við hana þar sem hún formælir Benjamin Netanyahu og stjórn hans, sem farið hafa að margra mati langt yfir strikið gagnvart Palestínumönnum undanfarnar vikur. Færsluna má lesa hér:
„Hver er tilgangurinn með þessum algerlega tilgangslausu og ofbeldisfullu viðbrögðum í hinum heilaga Ramadan mánuði! Við skulum gera ráð fyrir að sumir „dýrkendur“ hafi farið inn á Musterið með kínverja og steina! Og að þeir hafi ætlað að valda vandræðum! Ekki flott, sammála!
Ógnuðu þeir þjóðaröryggi? NEI þetta er svekkt, róttækt, reitt, vonlaust ungt fólk! Heimurinn fylgist með Ísrael hegða sér eins og stjórnlaus þjóð sem smituð er af öfgatrúarlegum klikkhausum sem vilja skapa vandræði í þeim tilgangi að halda völdum. Netanyahu forsætisráðherra vill sitja í embætti hvað sem það kostar, hann og öfgamennirnir sem hann deilir rúmi með vilja eyðileggja þann viðkvæma frið sem var að byrja að eiga sér stað í Miðausturlöndum.
Ísraelsmenn þurfa að beita öllum ráðum sem þeir geta til að koma Bibi og handlöngurum hans frá völdum. Þeim er sama um allt nema sjálfa sig! #violence, #terrorism #extremists #Palestine#israel #corruptgovernment“