Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Ísland leitar nú að leigjanda fyrir lúxus íbúð sína í Knightsbridge í London.
Forsetafrúin fyrrverandi birti í gær færslu á Instagram þar sem hún skrifar „Til leigu í Knightsbridge. Þrjú rúm, garður.“ Dorrit birti einnig nokkrar ljósmyndir frá íbúðinni sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.
Þess má geta að Dorrit átti í hatrömmum nágrannadeilum er hún dvaldi í þessari íbúð í Knightsbridge fyrir rúmum áratug síðan samkvæmt Daily Mail. Gengu deilurnar svo langt að nágranni hennar, Tiggy Butler kærði Dorrit vegna skemmda sem urðu er vatn lak niður á íbúð Butler.