Kápan er ekki lengur í framleiðslu og því takmarkaður fjöldi til í heiminum.
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, leitar nú að Louis Vuitton kápu sem hún hefur týnt. Dorrit býður þeim sem finnur hana há fundarlaun en í færslu á Instagram segir hún kápuna hafa mikið tilfinningalegt vægi fyrir hana.
Kápan líkist kápu frá tískuvörumerkinu Louis Vuitton, Tartan Fur kápu úr vetrarlínu merkisins frá árinu 2004.
Í færslunni á Instagram segist Dorrit hafa síðast verið í kápunni í nóvember á þessu ári í London. Hún birti mynd af sér með bandaríska öldungadeildarþingmanninum John Warner sem féll frá fyrr á þessu ári.
Hægt að finna eins kápu frá Louis Vuitton. Kápan hefur verið til sölu inn á síðunni Modense og kostaði hún þá 22.425 bandaríkjadali eða um 2,9 milljónir íslenskar krónur. Einnig er eins kápa til sölu á Ebay og hljóðar verðmiðinn þar upp á 29.500 bandaríkjadali eða 3,8 milljónir króna.