Dorrit Moussaieff minntist Karls Sigurbjörnssonar af hlýhug á Instagram í gær.
Fyrrum forsetafrú Íslands, demantadrottningin Dorrit Moussaieff, skrifaði hjartnæma færslu á Instagram þar sem hún minnist Karls Sigurbjörnssonar biskups, af hlýhug.
Dorrit, sem var vinkona Karls, skrifaði eftirfarandi færslu (þýdd yfir á íslensku):
„Svo sorgmædd að frétta af sorglegu fráfalli hins kæra Karls biskups. Sérstakur vinur sem lét mér líða svo velkominni á Íslandi. Ég á mjög hlýjar minningar um biskupinn í hrókasamræðum við föður minn um handritin, sem stóð yfir í marga klukkustundur. Vonandi halda þeir nú áfram samtalinu á himnum. Samúðarkveðjur til Kristínar og fjölskyldunnar.“