Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Dóttir Möggu Frikka smituð af Covid: „Ég er búin að reyna að smitast en ekkert gengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baráttukonan og ritstýran Margrét Friðriksdóttir hefur síðustu daga verið að reyna að smitast af Covid-19 en ekkert gengur. Yngri dóttir hennar er smituð og hefur Margét reynt allt til að smitast af dóttur sinni, en án árangurs.

Í samtali við Mannlíf segir Margrét að dóttir hennar hafi fundið fyrir smá hausverk í tvo daga vegna veirunnar. Meiri hafi einkennin ekki verið. „Hún er orðin góð fékk smá hausverk í tvo daga og búið,“ segir Margrét.

Aðspurð hvers vegna hún reyni nú allt til að smitast af Covid segir Margét ástæðuna vera þá að hana langi í mótefnið í líkama sinn. „Merkilegast er að ég er búin að bera reyna smitast en ekkert gengur og eldri stelpan mín smitast ekki heldur, erum allar óbólusettar. Ég er einmitt búin að vera drekka úr glasinu hennar og láta hana anda ofan í mig en ekkert gengur.“

Margrét hefur skráð sig í alþjóðlega samanburðarrannsókn þar sem reynt verður að finna út hvor hópurinn er betur varður gegn kórónuveirunni, bólusettir eða óbólusettir. Varla þarf að taka það fram að Margrét tilheyrir síðari samanburðarhópnum enda hefur hún lengi talað gegn bólusetningum hér á landi gegn veirunni skæðu.

Til að berjast gegn sóttvarnaraðgerðum og bólusetningunum stofnaði Margrét vefsvæðið frettin.is sem á dögunum hlaut skráningu sem fjölmiðill. Hún tekur nú þátt í þessari alþjóðlegu rannsókn og samkvæmt henni má hún alls ekki láta bólusetja sig gegn Covid-19.

Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er hins vegar ekki par hrifinn af hegðun Margétar. Hann segir hana á leið í einhvers konar harakiri-leiðangur sem stofni ekki aðeins hennar lífi í hættu heldur margra annarra.

- Auglýsing -

 

Eftir frétt Mannlífs birti Margrét svo færslu á Facebook þar sem hún fór nánar yfir veikindi dóttur sinnar:

„Kæru vinir ég tel nauðsynlegt að tjá mig um það sem hefur gerst á heimilinu þessi jólin, en þannig er mál með vexti að vinkona dóttur minnar kom í heimsókn þann 22. desember og hringdi svo á jóladag og tilkynnti okkur að hún hefði greinst jákvæð með Covid. Dóttir mín var svo farin að finna fyrir einkennum um kvöldið þannig ég fór og keypti hraðpróf fyrir okkur mæðgurnar þrjár. Við tókum allar test og yngri stelpan mín greinist jákvæð en við neikvæðar, ég tók svo annað test daginn eftir og þá er sú yngri aftur jákvæð en ég og eldri dóttir mín aftur neikvæðar.

- Auglýsing -

Við pöntuðum því tíma fyrir stelpuna í PCR próf á Suðurlandsbraut. Ég hafði samband við netspjallið á Covid.is og sagði þeim frá þessu og spurði hvort ég þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir hér á heimilinu en var svarað að þar sem við greinumst ekki jákvæðar og ekki með nein einkenni þá þyrftum við ekki að koma í PCR próf. Ég fór svo með stelpuna í hraðprófið þann 27. desember og um kvöldið kom jákvæð niðurstaða.

Dóttir mín hefur haft mjög væg einkenni hún fékk hausverk í tvo daga en engan hósta eða hita. Vægt verkjalyf dugði til að slá á hausverkinn. Ég hef ekki farið leynt með það að ég er ekki bólusett en ég vil endilega fá mótefnið sem er samkvæmt vísindunum langbest og miklu betra en bólusetning. Ég reyndi því að smitast af dóttur minni með því að drekka úr glasinu hennar og við vorum ekkert að passa okkur hér á heimilinu, spiluðum hér við borðstofuborðið og lét hana anda oní mig. Ekkert gekk og mér hefur ekki tekist að smitast en þá en er búin að taka þrjú hraðpróf og er einkennalaus.

Þetta kemur mér kannski ekki mikið á óvart því ég hef aldei á ævi minni fengið flensuvírus eins og t.d Inflúensu, ég þekki ekki að fá hita, beinverki, hálsbólgu og þers háttar eins og margir þekkja, ef samt oft umgengist fólk með flensu bæði á meðan og rétt áður þegar það er mest smitandi en aldrei hef ég smitast. Þetta virðist vera ættgengt því faðir minn var eins, hann fékk aldrei flensu á þeim 62 árum sem hann lifði.

Stelpan mín er orðin hress núna, þannig þessi svokölluðu “hræðilegu” Covid veikindi sem hefur sett þjóðfélagið á hliðina síðastliðnu tvö ár, var hausverkur í tvo daga, við erum allar óbólusettar og tel ég galið að bólusetja börn við þessari vægu flensu eins og raun ber vitni, því flestir vita að börn og heilbrigt fólk er almennt ekki að veikjast illa.

Óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs, með von um að betra og bjartara ár taki við og hætt verði þessum hræðsluáróðri sem hefur valdið mörgum miklum skaða, kvíða, þunglyndi og mikilli vanlíðan og sjálfsvíg hafa aukist gríðarlega á þessu tímabili. Það verður alltaf að horfa á heildarmyndina sem mér finnst ekki gert þegar kemur að Covid flensunni. Lifið heil og Guð blessi ykkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -