Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Dóttir Svandísar Svavarsdóttur sigraðist á krabbameini: „Ég var rosalega lánsöm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Una Torfadóttir greindist með krabbameinsæxli í heila aðeins 19 ára gömul. Una er dóttir Svandísar Svavarsdóttur sem gengdi embætti heilbrigðisráðherra þegar dóttir hennar veiktist fyrir tveimur árum.

Una fékk flogakast en eftir rannsóknir kom í ljós illkynja æxli í heila. „Þetta ferli gekk alveg ótrúlega vel, ég var rosalega lánsöm, það að veikjast neyddi mig til að setja lífið mitt í pásu og vinna í andlegu hliðinni. Það er eiginlega það eina sem maður hefur einhverja stjórn á þegar maður lendir í svona,“ segir Una í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2.

Una glímdi við þunglyndi frá ungum aldri en segir krabbameinið hafa komið henni af stað í að finna lausn og fá aðstoð við þunglyndið. „Mér fannst alltaf smá táknrænt að ég skyldi fá krabbamein í heilann. Ekki að það sé eitthvað ljóðrænt við að fá krabbamein, það er bara glatað, en það afhjúpaði fyrir mér að það var svo margt annað að í hausnum á mér og hefur alltaf verið.“ Hún segist einnig hafa unnið í fullkomnunaráráttu og höfnunarótta.

Una gaf út lagið „Ekkert að“ fyrir helgi og er fimm laga EP-plata væntanleg frá henni í vor.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -