Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Akureyri, frá og með 1. júlí.
Háskólaráð tilnefndi Áslaug 2. apríl síðastliðinn sem næsta rektor skólans. Var tillagan samþykkt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra en Áslaug tekur við stöðunni 1. júlí. Fimm umsóknir bárust um embættið, að því er fram kemur á vef HA, en skipað er til fimm ára. Þar segir einnig að Áslaug starfi eins og er sem prófessor við Bates College, Lewiston í Maine og það hafi hún gert frá árinu 2001.
Í þeim háskóla hefur Áslaug gegn ýmsum stjórnunarstörfum, meðal annars starfi aðstoðarrektors og starfi deildarforseta. Hún er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University í St. Louis í Bandaríkjunum, auk þess sem hún hefur unnið við rannsóknir og kennslu. Þá hefur Áslaug aukreitis verið gestaprófessor við Háskólasetur Vestfjarða og sem Fulbright fræðimaður hjá Háskóla Íslands.