Miðvikudagur 25. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Dr. Selló er full af keppnisblóði: „Læt ekki stjórna för ef litlu munar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dr. Guðrún Svana Hilmarsdóttir er lektor í matvælafræði við HÍ. Guðrún er gift Hjalta Hannessyni, forritara, og saman eiga dóttur sem heitir Emma Kristín. Hún er ættuð frá Akureyri en býr í Reykjavík. Guðrún er sellóleikari, málari, brandarakona, prjónari og púslari. Guðrún er neytandi vikunnar.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Ég gerði aðallega verðsamanburð á vörum og þjónustu hérna áður fyrr, og bar einnig saman verð milli Noregs og Danmerkur því ég bjó þar í alls 3 ár. Í dag hef ég þetta bak við eyrað en læt ekki stjórna för ef litlu munar. Ég reyndar læt vita ef þjónustan er mjög góð eða mjög slæm.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég get ekki sagt að ég spari í matarinnkaupum lengur en á námsárum mínum þá spáði ég mikið í þessu þar sem ég sleppti að taka námslán. Það gæti þó stefnt í að maður spái meira í þessu ef húsnæðislánavextir fara að hækka við endurfjármögnun! En það eru ýmis ráð, myndi segja að þetta væri oft samspil milli tíma og króna; ef þú sparar kemur það niður á lengri tíma í eldhúsinu og búðum. Þetta var þó oft nokkuð spennandi, hvað maður kæmist langt niður fyrir vikuna.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

- Auglýsing -

Já, ég er mikið í endurnýtingu. Finnst mjög leiðinlegt að henda mat, svo ég deili honum til annarra fjölskyldumeðlima og geri það sem ég get til að sporna við því að henda mat. Kaupi frekar notaða hluti heldur en nýja, og föt eru ýmist notuð eða ný og sendi ég þau áfram og enda oft í hringsóli. Einnig barnadót sem ég átti þegar ég var lítil leikur dóttir okkar með auk þess að við kaupum bæði ný og notuð leikföng.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Það er nú frekar einfalt: Hvað langar mig í, og hvað vantar.

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Mér finnst í raun ekki erfitt að draga úr neinu, gæti jafnvel verið spennandi – það er keppnisblóð í mér enn frá mínum fyrri handbolta árum.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já, hún skiptir mig og okkur fjölskylduna máli. Við flokkum og reynum að bæta við baunum og grænmeti og minnka kjötneyslu sem dæmi og einnig erum við með matjurtagarð sem vonandi stækkar í framtíðinni. Svo er ég í rannsóknarverkefnum sem rannsaka umhverfisáhrif ýmissa pakkninga, hliðarstrauma eða orkuframleiðslu meðal annars í doktorsverkefninu mínu svo umhverfisáhrif eru mikið rædd í vinnu.

Annað sem þú vilt taka fram?

Já, kannski að ýta undir gagnrýna hugsun hjá öllum, því nýjar hugmyndir eru framtíðin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -