Yfirlæknirinn fyrrverandi sem sakaður er um að bera ábyrgð að dauða sex sjúklinga sinna á HSS segist vera borinn röngum sökum.
Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“
Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir, sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að valda dauða sex sjúklinga sinna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja árin 2018-2020, segist í nýrri Facebook-færslu vera borinn röngum sökum. Er læknirinn sakaður um að hafa valdið dauða sjúklinganna með því að setja þau í tilefnislausar lífslokameðferðir. Segir hann ennfremur að hann og tveir aðrir fyrrum starfsmenn HSS, sem einnig hafa réttarstöðu grunaðra í málunum, hafa þurft að „heyja sína baráttu í kyrrþey“. Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
„Kæru vinir.
Ég vil nota tækifærið og þakka vinum mínum, vinnufélögum og öllum þeim sem hafa staðið við bakið á mér í þessari þrautagöngu. Sumir þeirra hafa haft tækifæri og þekkingu til að kynna sér málið í þaula og áttað sig á staðreyndunum. Ég vil líka þakka fjölmörgum fyrrum samstarfsmönnum mínum á HSS sem hafa sýnt mér mikinn stuðning frá upphafi.“
Mannlíf hefur fjallað ítarlega um málið frá því að það kom upp en tilfelli Dönu Jóhannsdóttur vakti sérstakan óhug. Hún kom í hvíldarinnlögn inn á HSS en var sett á lífslokameðferð af Dr. Skúla og lést 11. vikum síðar. Var hún alvarlega vannærð, með þvagfarasýkingu sem ekki var meðhöndluð og með alvarleg legusár sem að sama skapi voru ekki meðhöndluð almennilega. Partur af eyra hennar datt af vegna legusárs.
Sjá einnig: Beggi Dan: „Síðustu vikurnar í lífi móður minnar voru henni hreinasta kvalræði“