Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Draga á úr dvöl flóttafólks í Reykjanesbæ – Aðgerðaráætlun Vinnumálastofnunar og bæjaryfirvalda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðgerðaáætlun vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ á vegum Vinnumálastofnunar

Vinnumálastofnun og Reykjanesbær hafa unnið aðgerðaáætlun vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu á vegum Vinnumálastofnunar. Áætlunin samanstendur af 16 aðgerðum sem fela meðal annars í sér margs konar tómstundaúrræði fyrir fólk á öllum aldri og opnun virknimiðstöðvar undir heitinu Klúbburinn. Miðstöðin verður í húsnæði sem áður hýsti Officera-klúbbinn á Ásbrú og þar verður boðið upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá. Samhliða mun Vinnumálastofnun leitast við að draga eins og kostur er úr dvöl umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ.

Þann 9. janúar sl. undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Vinnumálastofnun og Reykjanesbær viljayfirlýsingu um að greindar yrðu þær áskoranir sem Reykjanesbær stæði frammi fyrir vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dveljast í sveitarfélaginu á vegum ríkisins. Ákveðið var að aðilar að yfirlýsingunni myndu vinna saman að lausnum og er aðgerðaáætlunin afrakstur þeirrar vinnu.

Áætlunin er gerð vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í Reykjanesbæ vegna mikils fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þar dvelja í samanburði við önnur sveitarfélög. Meginmarkmiðið er annars vegar að draga til lengri tíma litið úr fjölda umsækjenda sem dvelja í bænum og hins vegar að auka virkni og vellíðan fólks á meðan það bíður eftir afgreiðslu umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun. Áætlunin var unnin sameiginlega af Reykjanesbæ og Vinnumálastofnun.

Vel sótt tómstundanámskeið

Aðgerðir eru þegar hafnar samkvæmt áætluninni og hafa börn umsækjenda um alþjóðlega vernd meðal annars sótt tómstundanámskeið nú í sumar sem Vinnumálastofnun kom á fót á Ásbrú. Námskeiðin hafa mælst vel fyrir og þátttaka verið afar góð en daglega hafa á bilinu 60-70 börn tekið þátt.

- Auglýsing -

Barna og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur séð um yngri hópinn, börn 6-10 ára, og meðal annars haft körfubolta á dagskrá, föndur og margs konar leiki. Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur séð um eldri krakkana, 11-16 ára, og meðal annars farið með þeim í fótbolta, blak og margs konar hreyfingu utandyra.

Önnur aðgerð í áætluninni sem er þegar hafin snýr að samgöngumálum og er ætlað að mæta auknu álagi á almenningsamgöngur frá Ásbrú og niður í miðbæ Reykjanesbæjar.

Friðheimar, sjálfboðaliðar og hugmyndasöfnun

- Auglýsing -

Meðal aðgerða sem hefjast á næstunni er að koma á fót þróunarskóla í Klúbbnum undir heitinu Friðheimar, auka þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd með aðkomu sjálfboðaliða úr nærsamfélaginu og ráðast í hugmyndasöfnun meðal umsækjenda um það hvað fólk vilji helst gera og hvernig virkni það mæli með.

Þá mun þjónustu- og móttökuteymi alþjóðateymis Reykjanesbæjar verða tvo morgna í viku á Ásbrú með upplýsingagjöf um þá þjónustu sem bærinn veitir og leiðbeina fólki varðandi nytsamlega hluti.

Fækkun umsækjenda í Reykjanesbæ

Vinnumálastofnun tók síðastliðið sumar við því hlutverki sem Útlendingastofnun hafði áður varðandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun ber eftir sem áður ábyrgð á afgreiðslu umsókna og málsmeðferð þeirra.

Líkt og áður segir mun Vinnumálastofnun draga úr fjölda þeirra  umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelur í Reykjanesbæ líkt og kostur er. Myndist svigrúm í búsetuúrræðum stofnunarinnar eða hjá sveitarfélögum sem stofnunin er með samninga við verður leitast við að fækka þeim umsækjendum sem dvelja í Reykjanesbæ.

Stofnunin vinnur nú með Reykjavíkurborg að því að finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um leið er unnið markvisst að því að fjölga sveitarfélögum sem hýsa umsækjendurna. Nýleg sveitarfélög sem bæst hafa í hópinn sem slík móttökusveitarfélög eru Bláskógabyggð, Grindavík, Kópavogur og Vestmannaeyjar. Samhliða leitar Framkvæmdasýslan/Ríkiseignir að húsnæði vítt og breitt um landið.

Áfram verður áhersla lögð á að Vinnumálastofnun tengi flóttafólk við önnur sveitarfélög sem samið hefur verið við um samræmda móttöku flóttafólks.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -