Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Draugurinn í Stakkahlíð – Barði á glugga og lyfti borði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var á eyðibýlinu Stakkahlíð í Loðmundafirði sem tveir frændur urðu fyrir óskemmtilegri lífsreynslu. Þeir voru á leið í rjúpnaveiði í nóvember árið 1992 og ákváðu að gista á eyðibýlinu í þrjár nætur en það var notað sem gistiheimili á sumrin.

Húsið var á þremur hæðum, í kjallaranum var eldhús, matsalur og salerni, á miðhæðinni voru svefnherbergi. Á háloftinu var svo stórt svefnpokapláss fyrir ferðafólk og gesti.

Þegar frændurnir sneru til baka úr veiðinni og höfðu fengið sér að borða ákváðu þeir að sofa í matsalnum, þá þyrfti einungis að kynda eina hæð. Um klukkan hálf fjögur að nóttu vaknaði annar mannana við að bankað var ítrekað á gluggann fyrir ofan hann, þegar hann leit á frænda sinn, sem svaf á borði, sá hann borðið liftast og skella aftur til jarðar, þetta gerðist nokkrum sinnum á meðan maðurinn sem hafði sofið á borðinu reyndi af öllum mætti að koma sér niður. Þegar hann náði sér loks niður af borðinu skall allt í dúnalogn.

Mennirnir ákváðu að ganga í kringum húsið og reyna að fá skýringar á því hvað hafi komið fyrir, engin spor voru í snjónum né önnur merki um mannsferðir, kyrrðin fyllti loftið.

Mönnunum datt í hug að um jarðskjálfta væri að ræða og hringdi þá annar þeirra í móður sína sem hafði samband við Veðurstofu Íslands, engar jarðhræringar voru þessa nótt, enda er þetta ekki svæði sem er þekkt fyrir jarðskjálfta.

„Þessi ferð varð okkur afar minnisstæð, eins og gefur að skilja. Hvorugur okkar hefur þann eiginleika, ef eiginleika skyldi kalla það að skynja það sem er utan okkar jarðneska sviðs og því komu þessi ósköp okkur eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir annar mannana í bókinni Reimleikar eftir Guðjón Inga Eiríksson. Maðurinn sagði frá því að hafa tvisvar snúið aftur í Stakkahlíð og gist þar, þá í svefnherbergi og aldrei orðið var við neytt þessu líkt aftur.

- Auglýsing -

Frændunum grunar að þarna hafi einhver verið ósáttur með að annar þeirra svæfi uppi á borði, það væri einfaldlega verið að kenna þeim mannasiði.

 

Heimild: Reimleikar, Guðjón Ingi Eiríksson, 2009. Saga frá Sigirjóni Andra Guðmundssyni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -