Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Draumur Tönju rættist: „Íþrótt­ir eru mitt aðaláhuga­mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tanja Tómasdóttir, umboðsmaður og lögfræðingur, hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Breiðabliks og tekur hún við starfinu af Eysteini Pétri Lárussyni en hann tekur við sömu stöðu hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Tanja hefur undanfarið ár unnið hjá TM Tryggingum og hún var fyrsta íslenska konan til að hljóta réttindi sem umboðsmaður knattspyrnumanna en hún afrekaði það árið 2014.

„Það er mik­ill feng­ur að hafa fengið Tönju til starfa fyr­ir fé­lagið. Mennt­un henn­ar, metnaður og fjöl­breytt reynsla mun nýt­ast fé­lag­inu vel  en auk þess býr hún yfir öfl­ugri sam­skipta­hæfni sem ger­ir hana að kröft­ug­um full­trúa fé­lags­ins. Metnaður Tönju á íþrótt­a­starfi er eft­ir­tekt­ar­verður, hún var fyrst ís­lenskra kvenna til að afla sér rétt­inda sem umboðsmaður knatt­spyrnu­manna, hún hef­ur stundað fræðiskrif um sam­spil íþrótta og lög­fræði og látið sér fé­lags­störf íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar varða. Framtíðar­sýn og metnaður Tönju fyr­ir Breiðablik er í sam­ræmi við sýn aðal­stjórn­ar og höf­um við mikl­ar vænt­ing­ar til sam­starfs­ins.

Fyr­ir hönd aðal­stjórn­ar vil ég þakka frá­far­andi fram­kvæmda­stjóra, Ey­steini Pétri fyr­ir hans mik­il­væga fram­lag til Breiðabliks sl. ell­efu ár og velfarnaðar í nýju starfi. Það er óhætt að segja að fé­lagið hafi tekið stakka­skipt­um und­ir hans stjórn og sam­starfið hef­ur verið ein­stakt,“ sagði Ásgeir Baldursson, formaður Breiðabliks, um málið.

Draumur Tönju

„Það er mér mik­ill heiður að ganga til liðs við Breiðablik og starfa með því öfl­uga fólki sem kem­ur að öll­um deild­um fé­lags­ins. Íþrótt­ir eru mitt aðaláhuga­mál og hef­ur það alltaf verið ákveðinn draum­ur að starfa á því sviði. Ég er því spennt að tak­ast á við þau verk­efni sem fel­ast í áfram­hald­andi upp­bygg­ingu og sókn þessa frá­bæra fé­lags,“ sagði Tanja Tómasdóttir um ráðninguna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -