„Í dag fara skil lægðarinnar norður yfir land. Vindur almennt fremur hægur og víða styttir upp líka, en áfram má búast við éljum fyrir norðan. Hiti í kringum frostmark,“ svo segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Þá segir jafnframt að á morgun, sunnudag sé útlit fyrir breytilega átt, líkur á einhverjum éljum í flestum landshlutum og kólnandi veðri.
Um helgina er búist við austan 10-18 m/s sunnan til með slyddu eða rigningu, en mun hægari norðanlands og snjókoma. Dregur úr vindi og hlýnar í veðri.
„Snýst í suðvestan og vestan 5-13 fyrir hádegi, fyrst vestast og styttir víða upp, en áfram él norðantil. Hiti kringum frostmark.
Breytileg átt 5-13 á morgun. Allvíða dálítil él um landið norðanvert, en lengst af þurrt syðra. Vægt frost en um frostmark syðst.“