Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Drukkinn lögreglumaður á vettvangi banaslyss ekki ákærður: „Staðfestu að maðurinn var ölvaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2007 var háttsettur lögreglumaður á Akureyri grunaður um að hafa komið ölvaður á vettvang banaslyss.

Í blóðprufu kom í ljós að maðurinn hafði neytt áfengis en hann hélt því fram að hafa drukkið pela af sterku víni áður en prufan var tekin, hann hafi ekki keyrt lögreglubifreið drukkinn.

Ríkissaksóknari ákvað að ákæra manninn ekki en hann starfaði sem yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Akureyri.

„Hann var hvorki á vakt né á bakvakt en vegna alvarleika slyssins þótti rétt að kalla til rannsóknarlögreglumann og brást hann við þeirri beiðni þó hann hefði hæglega getað neitað.

Hann kom akandi á sínum einkabíl frá Akureyri í Hörgárdalinn og hóf að rannsaka vettvang.

Vínlykt var af honum og höfðu félagar hans í lögreglunni orð á því. Hann gekk frá þeim en gaf svo öndunarsýni og var síðan færður til blóðsýnatöku.

- Auglýsing -

Sýnin staðfestu að maðurinn var ölvaður og málið því sent ríkissaksóknara enda get-ur slíkt varðað við lögreglulög og almenn hegningarlög,“ sagði í frétt DV í apríl árið 2007.

Lögreglumaðurinn sagðist hafa komið allsgáður á vettvang slyssins en drukkið vodkapela þegar störfum var lokið.

Þá hafi hann verið stöðvaður á rölti frá slysstaðnum og sýni tekið af honum sem reyndist jákvætt.

- Auglýsing -

Efast var um þessa sögu mannsins, sérstaklega í ljósi þess að ekki hafi verið auðvelt að komast í áfengi í Hörgárdal en hann sagðist fyrir tilviljun hafa verið með pelann á sér.

Ríkissaksóknari taldi ekki næga sönnun fyrir því að maðurinn færi rangt með mál og var því ákveðið að ákæra hann ekki. Ekki var talin ástæða til þess að víkja lögreglumanninum úr starfi.

Í frétt DV var athygli vakin á því að sambærilegt mál varð til þess að ökumaður var sektaður og sviptur ökuleyfi. Hann sagði svipaða sögu og lögreglumaðurinn en vitnisburður tveggja lögreglumanna var talinn trúverðugri en sá sem ökumaðurinn gaf.

„Nærri sama röksemdarfærsla dugði ekki manni sem sviptur var ökuleyfi í eitt ár og dæmdur til að greiða 130 þúsund krónur í ríkissjóð, í Hérðasdómi Suðurlands á föstudag. Sá hélt því fram að hann hefði drukkið einn vodkapela eft- ir að akstri lauk og áður en lögregla náði tali af honum.

Dóminum þótti sú skýring mannsins ótrúverðug og tók hana því ekki til greina gegn trú- verðugum framburði tveggja lög- reglumanna.

Mál lögreglumannsins á Akureyri fer hins vegar ekki fyrir dómstóla þar sem hann verður ekki ákærður“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -