Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Dularfullt hljóð hrellir íbúa Vesturbæjar á næturnar: „Ég heyri það á Brekkustíg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverfisgrúppu Vesturbæinga hafa skapast töluverðar umræður vegna óskiljanlegs hljóðs sem truflar margan íbúann á stóru svæði í borgarhlutanum. Fólkið lýsir hljóðinu sem djúpum bassadrunum og verður það helst var við hljóðið á næturnar. Virðist hljóðið ná allt frá eldri hluta Vesturbæjar niður að Hagatorgi og hefur ástandið varað í fleiri vikur. Þá útskýrir einn meðlimur grúppunar:

„Ég heyri það á Brekkustíg, en aðrir voru að nefna m.a. Vesturgötu, Öldugötu, Holtsgötu, Bræðraborgarstíg og Stýrimannastíg, en jafnvel Melhaga, háskólasvæðinu og Ægissíðu. Heyrist úti á götu, en er oft töluvert hærra innanhúss; eins of einhver sagði um daginn þá skiptir engu að loka glugga, það er svo djúpt hljóð að það fer bara beint í gegn.“

Engin virðist geta gert hljóðinu skil eða af hvers völdum það stafar. Voru íbúar svæðisins sem orðið hafa varir við hljóðið að tilkynna það á síðu heilbrigðiseftirlits Borgarinnar. Hlekkinn má finna hér

Ekki náðist í upplýsingafulltrúa á vegum Reykjavíkurborgar við vinnslu fréttarinnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -