Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Hásetinn sem hvarf í Cuxhaven – Skilaði sér ekki heim eftir bæjarferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt febrúarkvöld árið 1965 ákvað hinn 19 ára Jón Gunnar Pétursson, háseti, að skoða bæjarlífið í Cuxhaven í Þýskalandi. Með honum í för voru tveir skipsfélagar Jóns en skip þeirra var þá við bryggju í borginni. Aðeins tveir þeirra snéru aftur.

Jón Gunnar Pétursson starfaði sem háseti togarans „Skúli Magnússon“ en hann kom frá Hólmavík. Jón Gunnar varð viðskila við félaga sína og hvarf sporlaust.

Togarinn Skúli Magnússon sem Jón vann á

Morgunblaðið greindi frá málinu á sínum tíma:

UNGUR sjómaður hvarf af togaranum Skúla Magnússyni, er hann var í söluferð í Cuxhaven í Þýzkalandi á fimmtudaginn í síðustu viku og hefur ekkert til hans spurzt þrátt fyrir leit lögreglunnar á staðnum í viku. Pilturinn er um tvítugt, Jón Pétursson að nafni og frá Hólmavík. Hann kom ekki til skips á fimmtudaginn, er togarinn skyldi sigla heim. Var beðið eftir honum á aðra klukkustund. En síðan var hvarf mannsins tilkynnt umboðsmanni skipsins og ræðismanni Íslands í Cuxhaven. Gerði hann lögreglunni aðvart og hefur verið leitað síðan, án árangurs. Sjópróf fara fram í dag.

Enn þann dag í dag er Jón einn af fjölmörgum Íslendingum sem horfið hafa sporlaust.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -