Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt á skemmtistað í miðbænum en þar hafði komið til slagsmála milli dyravarðar og gesta. Á öðrum skemmtistað var tilkynnt um gest sem var með vandræði við aðra gesti. Dyraverðir þar lýstu sig sigrað því þeim hafði ekki tekist að vísa manninum burt. Lögreglu tókst það þó.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur fram að nóttin hafi verið frekar róleg þó mikið hafi verið um minniháttar mál tengd hávaða og ölvun. Eitt rafskútuslys og ein minniháttar líkamsárás voru einnig meðal verkefna lögreglunar í nótt. Sú líkamsáras fór ekki lengra þar sem sá sem varð fyrir henni vildi hvorki aðstoð lögreglu né sjúkraliðs.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um ölvunarakstur. Annar þeirra er jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.