Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Dyraverðir gátu ekki fjarlægt vandræðamann sem neitaði að fara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt á skemmtistað í miðbænum en þar hafði komið til slagsmála milli dyravarðar og gesta. Á öðrum skemmtistað var tilkynnt um gest sem var með vandræði við aðra gesti. Dyraverðir þar lýstu sig sigrað því þeim hafði ekki tekist að vísa manninum burt. Lögreglu tókst það þó.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur fram að nóttin hafi verið frekar róleg þó mikið hafi verið um minniháttar mál tengd hávaða og ölvun. Eitt rafskútuslys og ein minniháttar líkamsárás voru einnig meðal verkefna lögreglunar í nótt. Sú líkamsáras fór ekki lengra þar sem sá sem varð fyrir henni vildi hvorki aðstoð lögreglu né sjúkraliðs.

Tveir öku­menn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um ölv­unar­akst­ur. Ann­ar þeirra er jafn­framt grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna og án öku­rétt­inda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -