Í dagbók lögreglu frá því í nótt er ýmislegt að finna
Ökumaður bifhjóls reyndi að stinga lögreglu af eftir að hafa fengið merki um að stöðva akstur vegna mikils hraða. Bifhjólinu var ekið á rúmlega 200 km/klst hraða á köflum en síðar reyndi ökumaður að stinga lögreglu af með því að aka göngustíga og á gangstéttum. Eftir talsverða eftirför tókst lögreglu að stöðva ökumanninn og verður hann kærður fyrir fjölda umferðarlagabrota, m.a. fyrir að aka án réttinda og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva.
Lögregla var kölluð til vegna eignaspjalla í ótilgreinds skóla á en þar var búið að brjóta rúðu.
Tilkynnt var um tvo menn að slást utan við verslun í miðbænum. Lögregla náði tali af báðum mannanna og var annar þeirra vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Þá var einnig tilkynnt um öskrandi mann í mjög annarlegu ástandi í miðbænum að sparka út í loftið og slá í bifreiðar. Þegar lögregla ætlaði að ræða við manninn reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var hlaupinn uppi og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Dyraverðir skemmtistaðar voru handteknir grunaðir um alvarlega líkamsárás. Málið er í rannsókn en mörg vitni urðu að árásinni. Ekki kemur fram dyraverðir hvaða staðar ræðir um.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.
Lögregla var kölluð til vegna umferðaróhapps. Í fyrstu var talið að kviknað hefði í bifreiðinni en betur fór en á horfðist og þegar lögregla kom á vettvang var enginn eldur.
Lögregla var kölluð til vegna þjófnaðar á bensínstöð.
Lögregla var kölluð til vegna æstra aðila sem óskast fjarlægðir úr verslun.
Lögregla var kölluð til vegna hótana í verslun í hverfinu. Þarna var um að ræða framhald vegna deilna milli aðila.Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.