Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Edda Falak áfrýjaði aldrei til Landsréttar – Safnaði milljónum á Karolina Fund

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Edda Falak áfrýjaði ekki dómi yfir sér til Landsréttar, þrátt fyrir að hafa safnað fyrir því á Karolina Fund söfnunarsíðunni.

Söfnunin

Frosti Logason sakaði Eddu Falak í sumar um fjársvik í hlaðvarpsþætti sínum Harmageddon. Hélt hann því fram að Edda hefði safnað 2,5 milljónum króna í gegnum söfnunarsíðuna Karolina Fund, í því skyni að greiða fyrir áfrýjun til Landsréttar en hún hafði þá verið dæmd sek í máli sem móðir viðmælanda hennar í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, háði gegn henni. Konan stefndi Eddu eftir að hún birti hljóðupptöku í hlaðvarpsþætti sínum, af konunni sem dóttir hennar lét Eddu í té. Í þættinum sakaði dóttirin móður sína um andlegt ofbeldi. Edda tapaði sem sagt málinu og hóf söfnun svo hún gæti áfrýjað málinu.

Sjá einnig: Frosti sakar Eddu um að hafa sett söfnunarfé í vasann: „Siðblindir narsissistar fá ekki kvíðaköst“

Frá söfnunarsíðunni

Svar Eddu

- Auglýsing -

Í júlí sakaði Frosti hana hins vegar um að hafa sleppt því að áfrýja málinu og þess í stað stungið peningnum í vasann og meðal annars skroppið í fjölskyldufrí til Ítalíu. Þessu harðneitaði Edda í færslu á Instagram en DV sagði frá svarinu hennar. „Ég kæri mig ekki um að fjölmiðlar séu að lepja upp drulluna og kasta fram falsfréttum um að ég hafi farið í fjölskyldufrí til Ítalíu fyrir söfnunarfé. Eftir að lögmaður minn sendi inn áfrýjunarstefnuna borgaði ég 1.379.768 til að gera upp dóm Héraðsdóms og restin fór í lögmannskostnað eins og kom fram í lýsingunni í söfnuninni. Ekkert af peningnum fór til mín,“ er meðal þess sem Edda sagði í svarinu.

Engin áfrýjun

Mannlíf hefur undir höndum skjáskot af tölvupóstsamskiptum konunnar sem fór í mál við Eddu, og starfsmanns Landsréttar. Þar spyr konan hvort áfrýjunarstefna hafi verið gefin út gegn henni. „Þar sem mál nr. 320/2023 var ekki þingfest 14. júní sl. var það fellt niður fyrir Landsrétti,“ svaraði Ingibjörg Gunnarsdóttir, skrifstofumaður hjá Landsrétti.

- Auglýsing -

Tölvupóstana má sjá hér fyrir neðan:


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -