„Síðustu ár hef ég eytt tíma mínum og orku í mikilvæg samfélagsmál. Síðustu mánuðir hafa hins vegar farið í að draga úr streitu og hlúa að sjálfri mér, í kjölfarið fékk ég besta hlutverk í heimi loksins mamma,“ segir Edda Falak, fyrrverandi blaðamaður Heimildarinnar, í opinni færslu á Instagram. Með færslunni birtir hún ljósmyndir. Eina af sér í spegli sem á hangir sónar-mynd, og aðra af lítilli hvítri samfellu með sónar-myndum.
Edda er í sambandi með Kristjáni Helga Hafliðasyni, glímukappa og hafa þau verið saman í um það bil þrjú ár eða síðan 2021.
Færslu Eddu má sjá hér í heild:
View this post on Instagram