Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Edda Falak um mál Vítalíu: „Hefðbundnir fjölmiðlar ekki besti vettvangurinn fyrir sögur þolenda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mér finnst líka svo­lítið merki­legt í þínu starfi með þetta að það er sjaldan sem menn eru nafn­greindir, þið treystið svo­lítið á þetta svona hvísl og það sem hefur verið kallað slúður og kjafta­gangur í gegnum aldirnar, að sann­leikurinn muni koma í ljós, hvernig sem það gerist. Er það með­vituð á­kvörðun? Spyr Margrét Erla Maack í Fréttavaktinni.

„Í allri hrein­skilni þá hef ég ekki verið í þessum hvísl­grúppum eða þannig, heldur hefur það bara verið þannig að annað hvort eru þetta vin­konur mínar sem segja mér frá þessu eða þær bara hafa sam­band við mig, þolandinn sjálfur. En ég held það sé auð­vitað alveg þetta hvísl­sam­fé­lag búið að vera ó­trú­lega lengi en það virðist bara vera að þú þurfir ein­hvern veginn að draga þolandann sjálfan út í sviðs­ljósið til þess að fólk trúi.“

Spurð um hvort að ger­endur leiti sér­stak­lega í konur sem þeir líti á sem „ó­æðri“, til að mynda konur af er­lendum upp­runa eða ungar konur, segir Edda:

„Al­gjör­lega. Ég held þetta sé ein­mitt eins og þú sagðir. Hvort það sé tenging með það að þú sért af er­lendu bergi brotnu. Þeir líta á þig sem svona ó­æðri. Það mun enginn trúa þér af því þú ert ekki frá Ís­landi, þú ert ekki partur af okkur, ég held að það spili alveg stóran þátt í þessu.“

Edda var gestur Frétta­vaktarinnar á Hring­braut í kvöld þar sem Margrét Erla Maack ræddi við hana um þau á­hrif sem við­talið hefur haft. Edda segir það já­kvætt að sjá fyrir­tæki axla á­byrgð en er þó hóf­lega bjart­sýn um fram­haldið.

„Auð­vitað erum við alveg að sjá breytingar og allt það. Náttúr­lega ó­trú­lega stórt skref að sjá fyrir­tæki vera að taka af­stöðu eins og við sjáum með Ísey og fleira, það eru alveg góðar breytingar. En erum við að sjá raun­veru­legar sam­fé­lags­legar breytingar? Ég veit það ekki, mér finnst við ekkert endi­lega vera að sjá eitt­hvað svaka­legt vera að gerast.“

- Auglýsing -

Mikið hefur verið talað um hlaðvarpsþátt Eddu Falak eftir við­tal sem hún tók í hlað­varps­þættinum Eigin konur þar sem Víta­lía Lazareva segir frá kyn­ferðis­of­beldi sem hún lenti í af hendi fimm á­hrifa­mikilla manna.

Að­spurð um af hverju þol­endur kjósi heldur að segja sína sögu í hlað­vörpum heldur en í hefð­bundnum fjöl­miðlum segir Edda:

„Ég held líka að það sé bara svo­lítið þannig að þegar þú mætir í við­tal með svona sögu, þá er svo mikil­vægt að þú sért að tala við ein­hvern sem þú veist að trúir þér, þú ert með full­komið traust og þú ert í rauninni með bara frjálsan tíma til að út­skýra allt sem gerðist, og þú ert ekki að mæta neinum sem þurfi að vera eitt­hvað hlut­laus eða spyrja spurninga sem lætur þér líða eins og þú sért að ljúga og annað. Svo líka höfum við bara séð það að fjöl­miðlar eru ekkert endi­lega að bjóða þol­endum í eitt­hvað drottningar­við­tal.“

- Auglýsing -

Mannlíf hefur fjallað um málið.

Vítalía: „Leituðu upplýsinga um hennar einkalíf og gerðu lítið úr henni sjálfri“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -