Edda Björgvinsdóttir hæðist að orðum forstjóra Sjømat Norge, sem sér enga ástæðu til að merkja sýkta laxa sérstaklega í verslunum.
Leikkonan og þjóðargersemin Edda Björgvinsdóttir hæðist að stjórnanda Sjømat Norge, Jon Arne Grøttum í nýrri færslu á Facebook. Við færsluna birti hún skjáskot úr frétt þar sem Grøttum segir það alveg óhætt að borða sýktan lax og að hann finni enga ástæðu til að sérmerkja slíkan fisk í verslunum.
Færsluna má lesa hér að neðan:
„Hr. Gröttum biður okkur í guðs bænum að átta okkur á því að hann og vinir hans þurfa að halda áfram að moka milljörðum í eigin vasa með því að eyðileggja íslenska náttúru. Kaupið og étið eitraðan norskan fisk og hjálpið þeim að rústa íslenska laxastofninum. PLÍÍÍS!!!!“