Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Edda segir engan hafa birt sér stefnu: „Börnin mín eru í gíslingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Talsverð umfjöllun var um forræðisdeila Eddu Bjarkar Arnardóttur við barnsföður sinn í Noregi eftir að hún fór á einkaflugvél til Noregs, sótti syni sína þrjá og kom með þá til landsins. Barnsfaðir Eddu hafði fer einn með forsjá yfir strákunum þremur en hann samþykkti ekki að flogið yrði með þá til Íslands. Norskir dómstólar ákváðu að Edda fengi að hitta syni sína fjórum sinnum á ári en hún þyrfti að tala við þá á norsku.
Hér á landi felldi Landsréttur dóm um að drengirnir ættu að vera færðir aftur til föður síns en Edda kærði niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Í gær greindi Edda frá því á Facebook síðu sinni að Norsk yfirvöld hafi óskað eftir því að hún verði handtekin og framseld til Noregs. Ástæðan er sögð vera fyrirhuguð réttarhöld yfir Eddu sem áætluð eru 9. og 10. ágúst.

„Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga?

Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað.

Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs.

Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja.

Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns.

- Auglýsing -

Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -