Ruth Phoebe Tchana Wandji rannsakar stress í plöntum, hvernig þær bregðast við aðstæðum í náttúrunni þegar hitinn í jarðveginum hækkar skyndilega. Hennar verkefni snýst um að skoða vaxtarferil plantna og hvernig hann breytist í hlýnandi náttúru, hvernig laufgun á sér stað auk þess sem hún rannsakar lífeðlislega ferla. Hún er fædd í Kamerún en fór þaðan til náms í Frakklandi og segist vera ánægði á Íslandi. Hún er hrifin af landinu og ber Íslendingum vel söguna.
Ruth Phoebe stundar doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands
„Þar sem áður var köld náttúra varð jarðvegurinn skyndilega heitur og því aðstæðurnar einstakar. Við finnum jarðhitakerfi víða um heim en vitum sjaldnast hvað þau eru gömul. Núna vitum við nákvæmlega uppá dag hvenær jarðvegurinn byrjaði að hitna, 29. mars 2008.
Ekki margar íslenskar rannsóknir birst í svo virtu riti
Í kjölfarið buðum við félögum okkar að taka þátt í samstarfsverkefni og rannsaka þessar einstöku aðstæður. Skoða hvað gerist í náttúrunni þegar hlýnar hraðar heldur en þær loftlagsbreytingar sem nú eiga sér stað”, segir Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann. Fræðasvið hans er vistkerfisfræði og hvernig umhverfisþættir hafa áhrif á lífverur.
„Í kjölfarið settum við á fót þetta verkefni þar sem 55 erlendir vísindamenn og 14 háskólar taka þátt í. Verkefnið er kallað ForHot. 2019 fengum við styrk frá Evrópusambandinu til þess að nýta þessar einstöku aðstæður til að mennta doktorsnema í umhverfisvísindum. Það verkefni heitir FutureArctic. Við höfum þegar birt tvær greinar í Nature tímaritinnu, en það þykir mikil viðurkenning innan vísindaheimsins. Hingað til hafa ekki margar íslenskar rannsóknir birst í svo virtu riti.”
Verkefnið fékk tæplega 700 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu og er til fjögurra ára. Doktorsnemarnir eru 15 og eru í námi við 7 evrópska háskóla.
„Þeir sem halda utan um styrkinn gerir ekki ráð fyrir því að þeir skólar sem þessa styrki ráða nemendur frá sínu heimalandi. Þess vegna höfum við ekki ráðið ráðið íslenska doktorsnema.
Við fengum 16 umsóknir frá úrvals nemendum og þurftum við að finna út hverjir þeirra gætu búið hérna við kannski erfiðar íslenskar aðstæður. Þá fann ég þessa frábæru stúlku sem hafði eytt mörgum vikum úti í skógi í Kamerún auk þess var hún í 6 mánuði í frumskógum í Suður Ameríku við erfiðar aðstæður. Ég sagði að ef hún lifir þetta af þá lifir hún af að vera í Hveragerði,” segir Bjarni ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið heild sinni hér.