Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

„Ef sami meiri­hluti verður á næsta kjör­­tíma­bili – verður neyðar­á­stand á hús­­næðis­markaði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík, segir að verði sami meiri­hlut á­fram á næsta kjör­tíma­bili muni verða á­fram­haldandi neyðar­á­stand á hús­næðis­markaði.

Einar ræðir málin í sam­tali við Morgun­blaðið í dag. Hann segir hátt hús­næðis­verð í Reykja­vík að mestu til­komið vegna stefnu borgar­stjórnar­meiri­hlutans í hús­næðis­málum.

„Ef sami meiri­hluti verður á­fram á næsta kjör­­tíma­bili mun þessi sama stefna því verða ofan á. Þar með verður á­fram­hald­andi neyðar­á­stand á hús­­næðis­markaði. Það er ekki eðli­­legt að fyrstu í­búðar­­kaup séu hálf­­­gerð á­hættu­fjár­­fest­ing vegna þess að hús­­næðis­verð er svo ó­eðli­­lega hátt,“ seg­ir Ein­ar við Morgun­blaðið.

Er búið að af­tengja jafnaðar­hug­sjónina

Einar segist vilja sjá stór­sókn í hús­næðis­málum í höfuð­borginni.

„Ég er ekki á móti borg­ar­línu, og ekki á móti því að þétta byggð, en við þurf­um að fara í miklu kraft­­meiri sókn í hús­­næðis­mál­un­um. Það er alltaf verið að tala um fram­tíðina en fram­tíðin er líka á morg­un og það þarf að drífa í þessu,“ seg­ir Ein­ar við Moggann.

„Það er eig­in­­lega búið að af­­tengja jafnaðar­hug­­sjón­ina hvað varðar hús­­næðis­mál­in með því að út­hluta ekki fleiri lóðum til að mæta eft­ir­­spurn­inni. Að þess­ir flokk­ar [sem mynda meiri­hluta í borg­ar­­stjórn] skuli gera það er mjög á­huga­vert,“ seg­ir Ein­ar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -