Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ef þú ert ekki ánægð hér þá geturðu farið heim til þín: „FUCK OFF! GO BACK TO YOUR COUNTRY!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Chen Xin er 23 ára, meistaranemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og kemur frá Kína. Chen kom til Íslands um miðjan ágúst á þessu ári og hefur því verið hér á landi í mánuð.

Hún segir að þó svo að hún hafi upplifað að flestir Íslendingar séu mjög vinalegir, þá hafi það ekki alltaf verið raunin.

Chen segist hafa upplifað kynþáttafordóma nýlega, þar sem að hún var á veitingastað í Reykjavík. Málið var þannig að hún var ein inni á veitingastaðnum ásamt fólki á næsta borði. Á næsta borði sátu þrír saman, ein kona og tveir karlmenn. Skyndilega byrjaði maðurinn að hrópa að henni; „FUCK OFF! GO BACK TO YOUR COUNTRY!“

Henni var að sjálfsögðu mjög brugðið og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Chen Xin tjáði sig um málið í facebook hópnum Away from home og spurði hvort að það væru viðeigandi lagaákveði á Íslandi sem vernduðu fólk gegn kynþáttarfordómu og hvað fólk myndi gera í þessum aðstæðum.

Margir meðlimir hópsins tóku undir hennar orð og þar á meðal Signe Ívarsdóttir sem segir að hún hafi einmitt oft heyrt svipuð orðaskipti. Signe segir að hún hafi til dæmis fengið að heyra það frá heilbrigðisfulltrúum að „ef þú ert ekki ánægð hér á landi þá geturðu bara farið heim til þín.“

Signe segir; „að Íslendingar séu ánægðir með að nota útlendinga sem þræla fyrir lágmarkslaun, og neita að hlusta á útlendinga þegar þeir eru að biðja um jafnan rétt. Ég er lögfræðingur, en ég hef aldrei á ævinni verið jafn niðurlægð af heimamönnum og á Íslandi.”

- Auglýsing -

Fjölmargir í hópnum taka undir þessi orð og er ljóst að heitar umræður hafa skapast um þessi mál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -